Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

þriðjudagur, desember 31, 2002

ahhh.... kalkúnn er góður.... lífið er ljúft... bráðum endar 2002... það var nú frekar súrt ár ef ég verð að segja eins og er.... f. utan það að ég kom upp aðstöðu útí bílskúr hjá mér og er það mjög gaman... það var lítið um dramatík og væl sem einkenndi t.d. 2000 og 2001.... ég var nokkurnvegin útaf fyrir mig mestan hluta ársins... missti að hluta til tengsl við fólk sem var kannski stærri hluti af lífi mínu áður, en lærði samt sem áður mikið um margt... ég spái því að 2003 eigi eftir að einkennast af einhverju hljómsveitastússi hjá mér og félögum mínum... kannski einhverju smá basli í skóla... og kannski reyni ég í fyrsta skipti í langann tíma að leita mér að tjellingu, mér er farið að leiðast að vera alltaf einn og yfirgefinn... mig langar að geta verið væminn... en hver veit... svo kemur nýr diskur með radiohead út í vor og er það mjög gaman... lalalalalal...
ég var að fatta hversu Von, fyrsti diskurinn með Sigur Rós er geðveikur.... það eru reyndar bara þrjú eiginleg "lög" á honum... en það er töff stemning e-ð...

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim