Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

mánudagur, apríl 28, 2003

fólk er alltaf að tjá sig um eitthvað sem mér er sama um... undanfarið er ég búinn að vera spá mikið í lyfjagjöf við hlutum eins og ofvirkni eða þunglyndi og hef orðið var við það að það er til fólk sem er algjörlega á móti því að slíkt sé gert, og að t.d. þeir sem séu ofvirkir eða með athyglisbrest séu ekkert öðruvísi en aðrir heldur skorti bara sjálfsaga og þeir sem´séu þunglyndir séu bara aular og taki "the easy way out" með því að nota lyf... ég veit ekki.. mér finnst það bara alveg ótrúlega heimskulegt... systir mín er t.d. mjög ofvirk.. fór í próf og sú var útkoman, og ég er með athyglisbrest og er alveg á mörkunum að vera ofvirkur.. ég er því á rítalíni líka... og mér finnst ekkert að því að við notum lyf til að auðvelda okkur ýmislegt sem á ekki að vera neitt mál... margir virðast segja sem eru á móti þessu og ég er reyndar mjög sammála er að fólk sé bara mjög mismunandi að gerð, sumir eru örari en aðrir o.sv.frv. að fólk sé ekki allt eins og þessvegna eigi ekki að vera að flokka fólk í svona hópa og gefa þeim lyf.. en málið er, og ástæðan fyrir því að mér finnst að þetta eigi rétt á sér er að samfélagið er eiginlega sniðið fyrir ákveðna gerð af fólki og því að vissu leyti eiginlega gert ráð fyrir að allir séu eins (þá er ég aðallega að tala um skólakerfið sem er alltaf jafndjöfulli súrt), og býður eiginlega voða lítið upp á að hinn mikli "fjölbreytileiki" fólks fái e-ð að njóta sín... og hvað eiga foreldrar annað að gera í stöðunni ef þau sjá að börnin sín sem eru kannski mjög greind eru ekki að virka í skólakerfinu? Kýli þau í öxlina og segi þeim að "herða sig"? Með þessu er ég samt alls ekki að réttlæta það sem hefur verið í umræðunni að einhverjir skólar gefi börnum einhver róandi lyf útaf litlum hlutum eða því kennarar nenna ekki að sjá um erfið börn... æ ég nenni ekki að tjá mig um þetta lengur... og ég ætla ekki að sóa orðum í fólk sem er líka á móti þunglyndislyfjum því það eru bara fífl....

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim