Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

miðvikudagur, júlí 02, 2003

já... í kvöld rættist draumur minn... ég horfði á Plan 9 From Outer Space með Hjölla... fyrir þá sem ekki vita það þá er þetta mynd eftir hinn margrómaða leikstjóra Ed Wood. Hann þótti vera versti leikstjóri allra tíma og þetta þótti vera versta myndin sem hann gerði, þar af leiðandi er þetta talin vera versta mynd sem nokkurntíman hefur verið gerð... og vááá hvað hún var ömurleg... guð minn góður...bestu atriðin voru þegar geimförin voru að fljúga og það sást í spottann á þeim, og þegar herinn var kallaður til að berjast við þau, og Ed Wood ákvað að nota gamlar myndir úr seinni heimstyrjöldinni til sýna herinn... hahahah þvílík snilld...

annars hef ég aldrei séð jafnmikla rúst og andlitið á honum Hjölla... hann var úti í danmörku og datt e-ð... og af andliti hans að dæma er ég er nokkuð viss um að þetta er versta fall sögunnar... hann er marinn með risastórt glóðurauga, framtönnin á honum fór í gegnum vörina á honum rétt fyrir neðan nefið (hef ekki HUGMYND um hvernig það gerðist) þannig að hann er með risastórann skurð þar, og draslið sem er venjulega hvítt í auganu á manni er eldeldrautt í vinstra auganu á honum..

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim