Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

fimmtudagur, júlí 10, 2003

já.. ég fékk Starfsmannakortið mitt í dag.. .á því er raðmorðingjamynd af mér og fyrir neðan stendur "Bókari"... það er ekkert annað.. þetta er í fyrsta sinn sem ég er ekki að vinna við það að vera gimp.... þegar ég var 14 ára var ég gimp í osta & smjörsölunni, þegar ég var 15 ára var ég unglingavinnunni, og þar af leiðandi auðvitað gimp, þegar ég var 16 ára vann ég sem gimp á Domino's í 1 mánuð, og svo sem uppvaskari á Café Óperu (og allir vita að uppvaskarar=gimp)... svo þegar ég var 17 ára vann ég hjá borginni og var staðsettur í Grasagörðunum í Laugardalnum, og var þar ekkert annað en hreinræktað gimp... núna er ég reyndar hálfgert gimp hjá Íslandspósti.. en ég hef þó allavegana virðulegt starfsheiti...
"við hvað vinnur þú?"
"ég er bókari hjá stóru fyrirtæki"
\o/

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim