Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

fimmtudagur, desember 18, 2003

hæ krakkar!
hvað segiði nú gott?

ég komst að því í gær (eða fyrir nokkrum dögum) að systir mín sem er 16 ára gömul fær ennþá í skóinn.. HÚN FÆR ENNÞÁ Í SKÓINN... hún hætti að trúa á jólasveininn fyrir sona 8 árum, en krefst þess samt að fá í skóinn eins og litlu systkini okkar.. ég veit ekki hvort ég eigi að túlka það sem græðgi, gott viðskiptavit, eða heimsku... en þar sem systir mín er frekar gáfuð þá veit ég ekki hvað skal segja... svo er ég líka heví bitur, því þegar ég var lítill þá fékk ég bara alltaf mandarínu eða e-ð drasl í skóinn, því pabbi og mamma voru fátæk og nenntu ekki að pæla í því... systkini mín fá hinsvegar dvd myndir, aksjónkalla og allskonar drasl... ekki það að pabbi og mamma séu eitthvað ríkari, heldur keyptu þau einhvern kassa með fullt af drasli til að setja í skóinn.. ég veit ekki hvort ég ætti að beina reiði minni að foreldrum mínum eða gaurnum sem fann upp jólasveininn.. allavegana er ég að spá í að setja skóinn minn út í gluggan í kvöld til að hefna mín...

en núna ætla ég að fara að klára valið mitt fyrir næstu önn
bless bless krakkar!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim