Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

föstudagur, janúar 30, 2004

það er ömurlegt að vera veikur... ó þú erfiða líf...

ég þoli ekki kristna trú.. ég fékk einhvern bréfasnepil frá einhverju jesus-freak á laugarveginum og kíkti á það.. þar talar gaurinn fyrst um hvernig líf hans hafi verið tilgangslaust, og hvernig allt í einu, þá hafi hann orðið frelsaður og fundið fyrir nærveru guðs og eitthvað.. og eins og svo margar aðrir sem verða fyrir þannig reynslu þá hefur þetta orðið ti þess að hann missti algjörlega vitið eins og sést svo á næst blaðsíðum
"þú kemst ekki til himnaríkis þótt þú gerir góðverk eða blablabla.. bara ef þú hleypir Guð og Jesú Krist inn í líf þitt. Þú finnur aldrei tilgang í lífinu nema þú hleypir Jessa inn í líf þitt og yakyakyak.."
hvað er málið? þetta er ástæðan fyrir því að trúarbrögð fara yfirleitt í taugarnar á mér.. hvað ef ég er ánægður með líf mitt án þess að guð sé eitthvað að blanda sér inn í það? hvað ef ég hefði á einhverjum tímapunkti viljað vera trúaður en ekki getað það því ég hafi einfaldlega ekki fundið fyrir neinum "heilögum anda"? Ég þoli ekki einusinni að vera í kirkju.. það bergmálar of mikið

Svo er það sem kristin trú byggist á, að "Jesú hafi dáið fyrir syndir okkar" það heimskulegasta sem ég hef á ævi minni heyrt.. ég hafði það alltaf á tilfinningunni en þessi snepill staðfesti það algjörlega fyrir mér.. útfrá þessari speki þá ætti maður að geta hugsað einhvernvegin svona "núna ætla ég að fara út að drepa konur og nauðga litlum börnum en það er allt í lagi því ég hef hleypt jesú inn í líf mitt og hann dó fyrir syndir mínar og ég hef hvort sem er svo margar syndir fyrir og þessvegna kemst ég til himnaríkis"...
ef lógísk hugsun uppí himnaríki verður eitthvað á þessa leið þá hef ég voða lítinn áhuga á að fara þangað..

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim