Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

föstudagur, janúar 30, 2004

HASSELHOFF FELLDI BERLÍNARMÚRINN
-------------------------------------------------
Leikarinn David Hasselhoff hefur lagt inn formlega kvörtun til safns í Berlín, sem geymir og sýnir muni tengda falli Berlínarmúrsins. Hasselhoff var svekktur yfir því að hvergi væri á hann minnst, né mynd á honum af safninu, þar sem hann vildi meina að þáttur hans í falli múrsins hefði verið töluverður.
Hasselhoff hélt því fram 1989, árið sem múrinn féll, í viðtali við þýska blaðið Spielfilm að hann hefði hjálpað til við að sameina austur og vestur með því að syngja lagið "Looking For Freedom" fyrir milljónir aðdáenda við Brandenborgarhliðið í Berlín. Hann sagði að lagið hefði haft það mikil áhrif á fólk beggja vegna múrsins. Í sama viðtali viðurkenndi hann að reyndar skildu fáir austanmegin við múrinn ensku.
"Mér finnst það mjög sorglegt að það skuli ekki hanga mynd af mér á veggjum Berlínarsafnsins við Checkpoint Charlie," sagði Hasselhoff í nýlegu viðtali. "Eftir að ég kom fram við hliðið hjó ég búta af múrnum sem voru málaðir í þýsku fánalitunum. Ég geymdi einn en gaf restina til félaga minna í Baywatch."
Í sama viðtali sagðist Hasselhoff ekki kippa sér upp við það að landar hans geri grín að vinsældum hans í Þýskalandi, sem hann kallar annað heimaland sitt. "Þeir hafa ekki hugmynd um hversu falleg Evrópa er og hversu rík þið eruð af menningu, hlýju og börnum. Í Þýskalandi hafa mörg börn komið upp að mér og gefið mér blóm."

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim