Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

laugardagur, janúar 24, 2004

vá... jæja draumurinn rættist... ég dánlódaði leiknum Big Rigs: Off The Road Racing... hann var alveg heil 400 mb en vel þess virði.. þetta er án efa það allra versta sem ég hef spilað á ævi minni.. það tók fyrst leikin 5 mínútur að komast í gang en svo byrjaði þetta... maður er semsagt einhver trökker og er að smygla einhverju ólöglegu drasli í bílnum sínum og á að keyra einhevrja braut í kappi við einhvern annan gaur (afhverju? af....hverju?) meðan skv. auglýsingunni maður "forðast lögin" og slíkt... það besta er samt að það er enginn lögga til að forðast og bíllinn sem maður er að keppa við fer aldrei af stað.. hann bíður bara á byrjunarlínunni allan tímann... ég lét það samt ekki á mig fá og keyrði af stað... á vegi manns verður svo ýmislegt.. hús, ljósastaurar.. fleiri hús, fleiri ljósastaurar... en það skiptir samt svosem voða litlu máli þar sem maður getur bara keyrt í gegnum það alltsaman..
en svo er hámark ömurleikans þegar maður loksins vinnur brautina.. þá kemur á skjáinn bikar og setningin "You're winner"... þetta verður án efa hin nýja "all your base are belong to us" setning..
æjá.. og svo var ekkert hljóð í leiknum.. við þetta allt bætist svo hversu ömurlegt konsept þetta er...
ég mæli samt með því að allir sem spili tölvuleiki á annað borð prófi þennan leik, því maður lærir eiginlega að meta allt annað sem maur er að spila

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim