Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

þriðjudagur, apríl 06, 2004

ég og Krummi fórum í bæinn í dag og ætluðum að kaupa miða á hróaskeldu... það var lokað hjá stúdentaferðum þannig að það var gjörsamlega misheppnað.. við fórum því á Ítalíu og ég át pizzu... svo fór ég heim og át fisk.. svo fór ég útí sjoppu, keypti fullt af nammi og át það.. svo horfði ég á leikinn.. svo fór ég í fótbolta við pabba og litlu systkinin.. þar komumst við að því hvar Gunnhildur klikkaða systir mín getur fengið útrás fyrir sturlun sinni.. hún er bara mjög efnileg fótboltakona.. hún kann að skýla boltanum, stóð sig fáránlega vel í vörn, og ólíkt svo mörgum stelpum á hennar aldri þá var hún ekki alltaf að stoppa boltann í fimm mínútur þegar hún fékk færi, heldur tók hún hann bara alltaf viðstöðulaust og hitti (yfirleitt) vel.. ég er að spá í að byrja að þjálfa hana í fótbolta og láta hana svo framfleyta mér með pening sem hún fær í bandarísku úrvalsdeildinni þegar ég er kominn á efri árin...

í dag kláraði ég svo lag sem ég er búinn að verað reyna að klára í rúmlega ár

á morgun eru svo útgáfutónleikar hjá O.N.E... ég þangað

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim