Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

miðvikudagur, júlí 07, 2004

já.. þá er maður kominn af Hróarskeldu.. ætli maður neyðist ekki til að skrifa einhverja langloku um þessa ferð...

Við Krummi tókum rútu frá bsí útá völl klukkan hálffimm að nóttu þann 27. júní. þar sem að sólahringurinn minn var í rugli fyrir þá ákvað ég bara að vaka alla nóttina og fara bara á fyllerí (mér þótti það mjög fyndin hugmynd at the time.. enda er ég hálviti).. ég ráfaði svo drukkinn um fríhöfnina þar til við fórum í vélina.. þar tókst mér svo að æla ógeðslega mikið, þar sem vélin hristist eins og andskotinn, þannig að einhverri stelpu við hliðina á okkur Krumma blöskraði.. hún verður allavegana aldrei vinkona mín.. Við lentum svo í köben einhverntíman um hádegi. Fyrstu nóttinni ákváðum við að eyða í einhverju gistihúsi í köben og sá dagur var sosem ómerkilegur.. við ráfuðum í köben í nokkra klukkutíma og ég heimtaði að fá að heimsækja mína gömlu heimahaga (ég bjó í Danmörku þegar ég var 9 og 10 ára.. fæddist þar reyndar líka).. ég fann götuna
loksins en hún var ógeðslega löng og ég mundi bara eftir bakgarðinum okkar þannig að sú ferð var frekar tilgangslaus. Daginn eftir tókum við svo lest til Hróaskeldu. Viðbjóðsmagnið var svosem ekki mikið þegar við komum en það átti eftir að breytast.
Við vorum þarna 3 daga áður en hátíðin byrjaði og sá tími fór bara í að drekka ódýran bjór (kassi af bjór (30 flöskur) í bænum kostaði 79 kr. danskar.. sem er e-ð um 850 krónur.. það er gaman að vera túristi í danmörku), röfla í útlendingum og fara á netcafe á daginn.. svæðið var asnalega stórt og við auluðumst til að finna svæði sem var svo langt frá öllu sem maður gæti mögulega nokkurntíman haft áhuga á. Það varð til þess að við þurftum alltaf að bera bjórinn okkar langar vegalengdir og þar sem ég og Krummi erum
báðir aumingjar þá vorum við varla að höndla það. Þó hittum við einskonar bjór-taxa.. það var semsagt einhver gamall rússi sem hét Zorlock (allavegana viljum við trúa því að hann hafi gert það) sem dróg um kerru og bauð fólki að keyra bjórinn.. honum tókst svo að féfletta Krumma á einhver niðurlægjandi hátt og það var alltsaman mjög fyndið..
Á þessum 3 dögum rigndi fáránlega mikið sem varð til þess að moldin í jarðveginum losnaði.. og þar sem það vorum um 100.000 manns traðkandi á þessu svæði 24/7 þá varð það til þess öll moldin kom upp á yfirborðið. Niðurstaðan varð svo sú að svæðið varð bara epískt viðbjóðslegt og drullan og ógeðið náði yfirleitt upp að ökkla og oft lengra.. ofan á það bættist að fólk var alltaf mígandi bara einhversstaðar (örugglega helvítis þjóðverjarnir >:-|) þannig að maður vissi aldrei í hvað ætti að stíga. Fyrstu dagana reyndi ég eins og gat að hlífa fatnaðinum mínum og reyndi eftir fremsta megni að tipla yfir drulluna. Svo á svona 3 degi var mér nokkurnvegin skítsama um allt ógeðið og öslaði bara um allt eins og ekkert væri. Ég hafði breyst úr mannveru í einhverskonar leðjudrulluskrímsli sem hugsaði ekkert um umhverfi sitt. Hátíðin byrjaði svo 1. Júlí.. þá voru m.a. blonde redhead (sem ég missti af.. ég er auli), Korn (voru örugglega fínir.. nennti ekki að sjá þá) og TV on the Radio að spila.. ég man voða lítið eftir þeim degi og það voru ekki það margir að spila þannig að hann má bara eiga sig. Daginn eftir var hinsvegar margt gott.. David Bowie hafði afboðað komu sína og í staðinn fyrir hann höfðu Slipknot verið fengnir (sem var eflaust FRÁBÆR sárabót fyrir hina vonsviknu David Bowie aðdáendur...........).. þó ég fíli Slipknot ekkert voðalega þá voru þeir mjög flottir live og tókst virkilega að ná upp góðri stemningu.. á eftir þeim stigu Pixies á svið og það voru hugsanlega bestu rokktónleikar sem ég hef farið á.. ég var fremstur í einhverjum pitti og þeir tóku eiginlega bara lög sem ég fílaði.. ég gæti skrifað aðra ritgerð um þá tónleika þannig að ég sleppi því.. svo sá ég allskonar smærri tónleika sem ég nenni ekki að tala um hér.. þann dag kynntumst við líka honum Erlend sem er mesti snillingur sem ég hef kynnst.. hann var s.s. danskur en vildi af einhverjum ástæðum frekar tala sænsku við okkur.. hann hafði farið á hátíðina 17 sinnum áður og þegar við spurðum hann hvað hann væri gamall virtist hann ekki muna það.. svo fræddi hann okkur um það að hann væri búinn að fara tvisvar á klósettið á 8 dögum (enda voru kamrarnir þarna viðbjóðslegir) sem okkur þótti mjög impressive. 3. dagurinn var fínn og þá sá ég meðal annars Lali Puna, The Shins, Morrissey og Iggy Pop.. hann var frábær með alveg mjög flotta sviðsframkomu.. það sem stóð þó upp úr þennan dag voru Shins tónleikarnir.. ég hafði heyrt nokkur lög með þeim sem ég hafði fílað og ákvað því að tékka á þeim.. þeir voru vægast sagt frábærir og það var hápunktur hátíðarinnar þegar þeir tóku lagið New Slang sem er alveg ótrúlega flott.. og ekki skemmdi fyrir að einn af þeim var eins og Garth úr Wayne's World.. ég var eiginlega einn mestallan þennan tíma sem var frekar súrt því Krummi vildi bara sjá einhverja Puppetmastaz (e-ð þýskt brúðuleikhúsrapp.. var samt víst mjög flott) og ég týndi honum eftir það.. ég hitti þó eina danska stelpu sem ég hafði kynnst á netinu og hún var mjög hress.. svo eftir tónleikana hitti ég einhverja norska metalhausa sem voru mjög hressir og tjillaði bara með þeim þar til ég fór aftur í tjald kl sona hálf fimm..síðasta daginn vorum við krummi ekki að höndla allan viðbjóðinn þannig að við ákváðum að fara bara aftur til köben á gistihús eftir muse tónleikana sem voru einhverntíman um kvöldið.. þennan dag var ekki mikið sem ég hafði áhuga á og ég sá eiginlega bara tvenna tónleika.. Dizzee Rascal sem var mjög flottur og svo Muse sem voru frábærir.. eftir það allt drifum við okkur aftur til köben.. viðbjóðsstig mitt hafði hægt og rólega náð alveg ótrúlegum hæðum á meðan ég var á svæðinu og þegar ég og Krummi reyndum að fá leigubíl f. utan lestarstöðina hristu gaurarnir bara hausinn, sögðu "nonono" og keyrðu í burtu.. það endaði svo með því að ég neyddist til að fara úr fötunum fyrir utan lestarstöðina kl hálf eitt um nóttina og setja skóna (sem voru bara orðnir einhevr moldarklessa) í plastpoka.. loksins komumst við svo á gistihúsið þar sem okkar beið rennandi vatn og alvöru rúm. Hugsanlega besta stund lífs míns. Daginn eftir fórum við Krummi svo Tívolíið. Þar gengum við í barndóm og gengum eins og hálvitar á milli einhverja bjánalegra leikja þar sem maður gat bara unnið eitthvað drasl (ég vann samt vaxliti! jei!).. ég fór svo í Gullna turninn (gullni turninn = 40 metra hár turn sem maður fer uppá í einhverju dæmi og er svo látinn detta niður) það var mjög gaman og ég var öskrandi eins og dimmrödduð smástelpa á leiðinni niður) Eftir það drifum við okkur útá flugvöll og svo heim (ég fékk að sitja fremst í flugvélinni. Jei.).

Á heildina litið var ég mjög sáttur við ferðina. Þrír af öllum þeim tónleikum sem ég fór á voru alveg frábær upplifun og þessi 15.000 kall sem ég eyddi í miðann var vel þess virði. Helsti gallinn var líklega sá var að ég var bara með einum félaga mínum og þó að Krummi sé sómapiltur þá hafði hann ekki alltaf áhuga að sjá það sama og ég sem varð oft til þess að ég var heillengi aleinn að upplifa einhverja góða tónleika sem var frekar súrt. En ég fer pottþétt á næsta ári og þá ætla ég að draga fleiri með mér (bókstaflega >:-|)..

En sjitt hvað þetta er orðin löng færsla.. byr far lengsta færsla mín frá upphafi.. og það er líka fyndið að ég gæti skrifað um margt meira sem gerðist þarna.. og það er ekki séns að fólk eigi eftir að nenna að lesa þetta allt.. oh well..

lag dagsins: The Shins - New Slang

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim