Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

sunnudagur, ágúst 08, 2004

það er vinsælt hjá tónlistarelítupakki (eins og mér) að tala illa um allar þessar bresku vælurokkshljómsveitir og er þá yfirleitt talað um þær sem "þetta travis-coldplay dót" eða eitthvað slíkt.. persónulega er mér skítsama þó þetta hljómi allt eins bara á meðan lögin sem þessar hljómsveitir eru að setja í útvarpið hafa ágætis melodíur.. þá er ég sáttur við að hafa þetta í bakgrunninum til að söngla með eða eitthvað.. gott dæmi er hljómsveitin Keane.. mér finnst þeir falla í þennan flokk en þeir mega þó eiga það að allavegana eitt af lögunum þeirra hefur fína melodíu og ég kýs að hlusta á þannig mun frekar en margt, margt annað (þrátt fyrir það að söngvarinn sé eins og rassgatið á úlfalda í framan).. en svo hefur það líka oft sýnt sig að langbestu lögin hjá þessum hljómsveitum eru yfirleitt sínglarnir og ef maður fer eitthvað að hlusta á heilar plötur hjá þeim þá er það yfirleitt að mestu leyti einhver leiðindi

og ég biðst afsökunar ef é ghljóma eins og eitthvað algjört snobbhænsn (sem ég er)

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim