Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

laugardagur, ágúst 07, 2004

í vinnunni í dag var ég neyddur til að fara á New York Minute...
mér finnst ég hafa verið svívirtur eftir að hafa horft á þennan viðbjóð.. þetta er mjög hugsanlega lélegasta mynd sem ég hef séð.. allavegana inná topp 5... og Olsen tvíburarnir eru án nokkurs vafa verstu leikkonur jarðríkis... sjitt sko..
það voru 1 eða 2 atriði þar sem ég flissaði aðeins og það var líklega þau sem komu veg fyrir það að ég fremdi einfaldlega sjálfsmorð í salnum.. það besta við þessa mynd var Bob Saget sem er eiginlega bara því hann sagði ekki neitt og var á skjánum í 2 sekúndur..

Ástæðan fyrir því að Olsen tvíburarnir eru e-ð meika það þrátt fyrir fullkomið hæfileikaleysi er að frá því þau voru 1 árs og þar til þær urðu 9 ára þá léku þær í sitcom þætti m. Bob Saget þar sem hann lék einstæðan föður með 3 dætur (tvíburarnir skiptust á að leika yngstu dótturina).. þar heilluðu þær kanann upp úr skónum (skil ekki alveg afhverju.. enda eru kanar hálvitar) og hafa því verið nokkuð þekktar síðan þá.
Þessi þáttur hét Full House, var væminn og ömurlegur og var aldrei sýndur á Íslandi og því er ekki skrýtið að margir hér á landi klóri sér í hausnum yfir því afhverju í fjandanum þessar helvítis gelgjur séu svona mikið hit úti... en þá vitiði það..

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim