Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

laugardagur, maí 28, 2005

jæja.. þá er ruslahrúgubíllinn okkar ónýtur, og það var enginn annar en ég sem veitti honum náðarhöggið.. óafvitandi að vísu, en þar sem ég hata þennan helvítis bílgarm meira en nokkur annar þá var það nú alveg viðeigandi. ég s.s. kom heim í gær, og lagði í innkeyrsluna, en bíllinn er þannig að hann kemst ekki almennilega í park fyrr en maður er búinn að jugga gírstönginni (eða hvað þetta nú heitir) aðeins til. Í gær gerði ég það þó ekki nógu vel, og gleymdi að setja í handbremsu.. svo þegar ég var kominn upp að útidyrahurðinni og var að leita að lyklunum, heyrði ég mjög hátt brothljóð.. en þá hafði bíllinn runnið niður innkeyrsluna og á einhvern vegg við hliðina á bílskúrshurðinni. Öxullinn (eða e-ð) er því brotinn núna, og bíllinn mun aldrei keyra aftur, þar sem pabbi og mamma voru hvort sem er að fara að kaupa nýjan (hefðum ekkert fengið fyrir þessa druslu þannig að skaðinn var sosem ekki mikill).

Feginn er ég, ég mun ekki sakna hans og vona að hann brenni í bílahelvíti.

Annars er ég að fara að veiða með Hjölla og Valla núna.. þvílík gleði.. meira um það síðar

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim