Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

föstudagur, júní 03, 2005

það er alveg ótrúlegt hvað það að festast í einhverri rútínu getur stytt líf manns alveg svakalega... núna er ég búinn að vinna í 9-5 vinnu á leikskóla frá því í lok janúar, og er því búinn að vera þar í rúmlega 4 mánuði. Fyrstu 2 mánuðina kannski var vinnudagurinn heil eilífð að líða, þar sem ég var ekki búinn að vera í svona vinnu í langan tíma, og þetta var alltsaman frekar nýtt fyrir mér. Hver vika var því eins og heill mánuður.
Núna undanfarnar vikur hef ég svo tekið eftir því að þar sem þetta er svona mikil rútína, og þar sem þetta eru alltaf sömu hlutirnir sem maður er að gera, virðist það allt bara renna saman í eitt. Þetta er svona svipað og með að tannbursta sig. Maður veit að maður tannburstar sig á hverju kvöldi, en maður getur samt aldrei þannig séð munað eftir einni ákveðinni tannburstun fram yfir aðra (nema ef það er ólíkt öðrum kvöldum að einhverju leyti, t.d. ef tannburstinn springur eða e-ð), þetta rennur því allt bara saman í einhverja tímaleysu.
Og svo allt í einu er maður dauður.

Ég er því búinn að lofa sjálfum mér því að ég ætla aldrei að festast í 9-5 vinnu eða vera með einhverskonar reglulegan vinnudag, jafnvel þó það þýði að ég verði skuldum vafinn með þunglynda konu og börn það sem eftir er ævinnar.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim