Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

fimmtudagur, júlí 21, 2005

Hann Biggi Imsland er kominn með blogg.. hann er mjög góður gaur.. í álverinu (bætti við link á hann)

það er fyndið hvað börn breytast mikið þegar þau komast á unglingsárin.. og sum meira en önnur... t.d. einn gaur sem bjó við hliðina á okkur í mörg ár.. hann var rauðhærður og asnalegur og fór mikið í taugarnar á mér þar sem hann lagði litlu systur mína í einelti þrátt fyrir að vera 2-3 árum eldri en hún. Hann var s.s. svona týpískt biturt rauðhært hrekkjusvín.
Allavegana, þá sé ég hann oft núna á vappi í hverfinu, og á u.þ.b. hálfu ári hefur honum tekist að breytast úr 1,60 m rauðhærðum burstaklipptum lúða í 1,80 m síðhærðan dökkhærðan lúða í Megadeth og Slipknot fötum..

Það er líka annað.. ég hef aldrei fattað hvað það er sem ýtir börnum út í það að klæðast Slipknot/Korn/Megadeth/Metallica fötum og öllu þunglyndinu og leiðinlegri tónlist sem því fylgir. Ég man alveg hvernig það var að breytast í ungling, en ég minnist ekki þess að hafa fundið mig knúinn til að klæðast einhverjum ljótum þungarokksfötum og vera á móti öllu. Ég skellti bara hurðum (braut þær reyndar stundum, þegar angst-mælirinn hjá mér var alveg í hámarki) og var alltaf í fýlu út í foreldra mína.. lét það alveg nægja.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim