Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

fimmtudagur, október 13, 2005

óóó fallegt veður í dag óóómmjáá

Týri er ekki lengur sjóræningjahundur. Hann haltrar samt ennþá.
Pabba og mömmu fannst sniðugt að taka af honum gifsið eftir ekki nema tvær og hálfar vikur (átti að vera fjórar) bara því fyrir sona 15 árum fótbrotnaði e-r hardkor hundur úr sveitinni hans pabba (sem hét líka Týri), fékk ekkert gifsi en var orðinn góður eftir viku.
Þau hafa gleymt að gera ráð fyrir því að Týri er viðkvæm borgarsál sem glápir á sjónvarp, nagar snúrur og eltir skottið á sér. Ekki einhver roughneck sveitahundur sem eltir bíla og kindur og borðar pöddur.

ps. ég held að Herakleitos hafi droppað mikið af sýru

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim