Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

fimmtudagur, janúar 19, 2006



David Bowie - Ziggy Stardust

David Bowie hefur gefið út mikið af krappi um ævina. Ziggy Stardust er ekki krapp. Þvert á móti er Ziggy Stardust geðveik. Ég hafði aldrei fílað eitt einasta lag með David Bowie, en keypti Ziggy Stardust einhverntíman f. svona 4 árum, því fólk sagði að hún væri góð, og því ég vildi vera hipp og kúl.. og svo fannst mér hulstrið flott. Ég bjóst ekki við að fíla hana jafnmikið og ég gerði. Hún byrjar á Five Years sem er svo æðislega dramatískt lag e-ð að maður verður bara að fíla það.. og svo restina af plötunni. Svo keypti ég Hunky Dory, sem er eiginlega alveg jafngóð (hún var næst inn á listann, en ég ákvað að hafa hana ekki því síðasta færslan þyrfti þá að vera um bara eina plötu.. hugsið ykkur! heil færsla fyrir eina plötu! Þvílík fjarstæða! hohoho). Ég hef aldrei nennt að pæla í þessu rokkstjörnukonsepti á plötunni, eða velt þessari forsögu hennar mikið fyrir mér, með hvernig hann sprakk fram á sjónarsviðið í Top of the Pops í asnalegum fötum og gekk fram af foreldrum barna o.s.frv. Þetta hefði þessvegna geta verið konsept plata um einmanna rakara og ævintýri hans þegar hann ákveður að stofna grænmetisverslun í Suður-Afríku. Lögin eru bara öll ógeðslega góð... og verða bara betri og betri því oftar sem maður hlustar.
Þar fyrir utan hefur hann átt skrýtinn feril.. Heroes og Low sem komu mun seinna eru líka mjög góðar, en þegar hann steig inn fyrir þröskuld 80's tímabilsins, þá ákvað hann, eins og svo fjölmargir aðrir, að byrja bara að senda frá sér einhvern ömurlegan viðbjóð.. og gerði það lengi á eftir.
Hann er víst eitthvað aðeins að skána núna, en ég nenni samt ekki mikið að vera að pæla í því.. efast um að hann nái að toppa Ziggy Stardust og Hunky Dory í bráð þannig að ég kýs bara að hlusta á þær.

ps. er ég þeim eina sem finnst Starman hljóma eins og Somewhere over the rainbow?




Pixies - Doolittle

Þegar ég var 12 ára þá hlustaði ég mikið á Xið.. þar mátti oft heyra lag sem hét Debaser með Pixies. Ég þoldi það lag aldrei. Eina sem ég heyrði var e-ð semi-gott riff og einhver gaur að öskra e-ð random yfir það. Mér fannst ég alveg "fatta" þessa formúlu. "Þetta er varla tónlist" sagði ég, lagaði einglyrnið mitt og fékk mér sopa af te. Í dag heyri ég ennþá einhvern gaur öskra eitthvað random yfir semi-gott riff. Eini munurinn er að mér finnst það alveg geðveikt núna. Kannski það sé einhver firring og að ég sé bara svona illa leikinn af áhrifum samfélagsins.
En hvað um það, Doolittle rokkar. Eins og áður sagði er hún aðeins fínpússaðri en Surfer Rosa, sem er bæði kostur og galli í sjálfu sér. Ég get ómögulega gert upp á milli þessa tveggja og ég ætla heldur ekki að reyna það. Öll lögin á Doolittle eru geðveik.. nema kannski Monkey Gone to Heaven, sem ég hef aldrei fílað neitt sérstaklega. En þarna má finna nokkur al-al-albestu lögin eins og t.d. Debaser, Tame, Hey, Mr. Grieves, Gouge Away, Here Comes Your Man o.s.frv. Það eina sem ég get sett útá er einmitt Monkey Gone To Heaven, og Dead hefði mátt vera aðeins kraftmeira á plötunni (það er geðveikt live).
En já, eins og ég sagði í hinni greininni þá er alltaf talað um meint áhrifa þeirra á hinar og þessar hljómsveitir. Ég veit ekki hvort þau hafi haft einhver áhrif á mín eigin tónsmíð sem slík. Nema kannski að því leyti að þau urðu til þess að ég vildi ekki gera e-ð hefðbundið rokk því ég vissi að ég myndi aldrei geta gert neitt betur en þau.
Það sem þau gerðu aðallega, fyrir u.þ.b. 2 árum þegar ég sá þau á hróaskeldu og fattaði loksins hvað væri svona æðislegt við þau, var að endurvekja ást mína á tónlist yfir höfuð, þar sem ég var orðinn frekar hundleiður á öllu... sem er bara nokkuð gott!

Jæja bara tvær plötur eftir! Þær eru kannski soldið fyrirsjánlegar. (Er annars einhver sem er að lesa þetta allt yfir höfuð? Mér líður eins og fífli hérna. =/ )

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim