Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

miðvikudagur, júní 14, 2006

í dag komst ég að því í vinnunni að þurrkaður hænsnaskítur er líklega verst lyktandi viðbjóður sem til er í alheiminum. ég skelf ennþá...
annars hef ég verið að spá.. hversvegna hafa hlutirnir þróast þannig að hjartað í fólki er einhversskonar tákngerving fyrir tilfinningalíf manns og innræti? ég sé nákvæmlega enga tengingu þarna á milli.. hjartað er einhver kjöthlunkur í brjóstkassanum sem sér um að pumpa blóði eða e-ð álíka döll og hefur ekkert með neitt annað að gera.. svo er það ekki einusinni flott í útliti.. afhverju er ekki t.d. talað um lungun eða nýrun? setningar eins og t.d. "æi hann gerir stundum heimskulega hluti, en lungun hans eru á réttum stað" og "hann er með nýru úr steini" gætu virkað alveg eins vel...

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim