Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

sunnudagur, ágúst 12, 2007



Ef ég mætti haga næstu þrem klukkutímunum nákvæmlega eftir mínu höfði án þess að þurfa að huga að leiðinlegum hlutum eins og eigin aðstæðum, lögmálum jarðar, lífsins og svo framvegis, þá myndi ég fara út og keyra á einhverjum bíl út úr bænum, og leiðina til Grindavíkur. Þegar ég væri búinn að keyra í hálftíma myndi svo byrja að snjóa ógeðslega ógeðslega mikið. Þegar ég væri kominn að Bláa Lóns-afleggjaranum myndi bíllinn svo festast í snjónum. Snjórinn myndi svo þekja bílinn fullkomlega og ég myndi eiga u.þ.b. 20 mjög ljúfar mínútur með sjálfum mér þar sem ég myndi upplifa ákveðna hluti í hausnum á mér aftur og aftur. Svo myndi ég kafna inni í bílnum í frið og ró.

Sjö tímum seinna myndi ég svo rísa frá dauðum og fara og fá mér Nonnabita.

Lag dagsins: Kveðja

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim