Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

mánudagur, desember 31, 2007

Jæja börnin góð þá er komið að hinni árlegu árlegu-færslu. hohoho!

Fyrst skulum við sjá hvernig tókst að uppfylla nýárstakmörk síðasta árs:

1. Vera töff. -- Tókst auðveldlega. Alltof auðveldlega.
2. Hætta að vera blankur. -- Tókst sæmilega
3. ****** *****, ****** *****. (Ritskoðað sökum ólögleika) -- Tókst upp að vissu marki.
4. Þjálfa kettina mína til að pissa í klósett. -- Tókst ekki. Það datt samt einn kettlingurinn tvisvar oní klósett. Í dag er hann örkumlaður.
5. **** ** ** **************. (Ritskoðað sökum dónaleika) -- Tókst ekki
6. Hætta að ritskoða sjálfan mig. -- Tókst
7. Hætta að reyna að vera fyndinn með mótsagnarkenndum bloggfærslum. -- Tókst ekki (ha?)

Héðan í frá ætla ég líka að byrja að gefa árunum einkunn. Fyrst skulum við hafa síðustu 4 ár sem viðmið:

2003: Fallegt ár, mjög fallegt. Síðasta árið mitt í MR. Hér nær táningurinn Egill svo hámarki í angist sinni. Óskarsverðlaunaframmistaða. Ég gef því 7,9.

2004: Að mestu leyti frekar döll f. utan nokkra hápunkta. Það fær 7,1.

2005: Hér nær Egill hápunkti í ungs-fullorðins-angist. Önnur óskarsverðlaunaframmistaða.
Myndi þó hér áður fyrr fá 3,4 í einkunn en fær í dag svona 8,1. Að auki fær það 0,5 fyrir viðmót þannig að það hækkar upp í 8,6.

2006: Svipað og 2004. Nokkrir öflugir hápunktar, en samt ekkert til að hrópa húrra fyrir. Of langdregið og útþynnt, og lýsing og hljóð var heldur ekkert sérstaklega gott. 6,7.

og svo liðna árið:
2007: Alveg frekar töff ár. Fullt af áhugaverðri persónusköpun og spennandi fléttum.
Innbrot, flutningar, meiri flutningar, drama, nýjir vinir og margt fleira.
Handrit, förðun og öll vinnsla í kring um árið til fyrirmyndar.
Það fær 8,9.

Ég er spenntur fyrir nýja árinu en það virðist vera munstur að eftir hvert viðburðarríkt ár kemur eitt döll ár. Ég held þó að það muni breytast nú.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim