Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

fimmtudagur, febrúar 07, 2008

hæ krakkar

Jæja nú á ég bara eftir að klára ritgerð og þá fer þessi mikla púlvika að verða búin.. Ég er ennþá hóstandi og með millirifjagigt (komnar næstum 3 vikur núna). Það er frekar gay.
Annars er ég búinn að vera með bloggstíflu í svona mánuð sem er ekki alveg nógu gott... ég státa mig af því að hafa bloggað samfleytt í 5 og hálft ár og ætla ekki að hætta því núna. Ef þetta fer ekki að lagast þá neyti ég bara eiturlyfja og læt þau sjá um innblástur... það er ekkert að því! Ekki neitt!

Ég er reyndar að gera alveg helling þessa dagana og hef sjaldan verið jafnupptekinn um ævina.. ég hef bara einhvernveginn lítinn áhuga á að leyfa fólki að vita hvað ég er að athafnast dagsdaglega. Í gegn um blogg þ.e.a.s.
Ég vill frekar að færslur séu það abstrakt að fólk (þar á meðal ég) nenni að lesa þær jafnvel þegar nokkur ár eru liðin. Hver nennir t.d. að lesa gamlar bloggfærslur einhverra lúðulaka um fjölmiðlafrumvarpið? Það er öllum skítsama um það núna.

Og Guð hjálpi moggabloggurum þegar nokkur ár eru liðin og þeir sjá hversu færslur þeirra frá 2008 um "málefni líðandi stundar" eru ómerkilegar og ömurlegt innlegg í sögu mannkyns.
Ekki það að ég hafi eitthvað á móti málefnum líðandi stundar og skoðunum fólks almennt.. en skoðanir fólks á slíkum hlutum eru ekki nógu margvíslegar (né nógu áhugaverðar) til að maður hafi einhvern áhuga á að lesa útlistun hvers einstaklings fyrir sig á þeim. Fólk er yfirleitt bara að segja það sama. Það væri fínt ef það væri bara eitthvað eitt skoðanablogg sem skrásetti "málefni líðandi stundar" og svo almennar skoðanir fólks á því. "Þetta gerðist þarna á þessum tíma, og skiptar skoðanir voru á því. Fólk skiptist í þessar tvær fylkingar.". Svo væri svona "skoðanakassi" og í staðinn fyrir að væla bara um skoðun sína í löngu máli þá gæti fólk bara tékkað í annanhvorn reitinn.
Þá gæti fólk loksins farið að blogga um hluti sem skipta virkilegu máli, eins og t.d. afhverju teskeiðar heita teskeiðar en ekki eitthvað annað, meðferðarúrræði fyrir the cookie monster, hvað orðin "plóma" og "tuttugu" eru fáránlega asnaleg o.s.frv.

Það skal þó tekið fram að einu forsendurnar fyrir þessari skoðun minni eru leiðir að auknu skemmtanagildi í lífi mínu og annarra.

lag dagsins: Monty Python - The Galaxy Song



besta lag í heiminum

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim