Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

laugardagur, mars 13, 2004

ég hef komist að því að ég er alveg gjörsamlega siðblindur hvað varðar fjármál og meðferð með peninga..
tökum sem dæmi: ef ég væri illa staddur fjárhagslega og ríkur vinur minn myndi láta mig hafa pening til að hjálpa mér þá er ég ekki einn af þessum sem myndi segja "nei takk, ég þigg ekki ölmusu.. ég hef mitt stolt!"... ég myndi taka allt sem hann byði mér og reyna að hafa sem mest úr honum...
og ef foreldrar mínir láta mig kannski hafa einhvern seðil til að kaupa e-ð smádrasl útí búð þá reyni ég bara að láta þau gleyma því að þau hafi látið mig hafa of mikinn pening svo ég geti sjálfur eitt afgangnum í nammi og gleði seinna..

svo er nákvæmlega engin langtímahugsun hjá mér í þessu sambandi. Um daginn fékk ég t.d. bréf frá bankanum þar sem mér var sagt að ég hefði farið yfir á kortinu mínu tvisvar (einhver 50 kall eða e-ð) og að ég þyrfti að borga 800 kall fyrir hvert skipti og væri kominn í skuld.. það fyrsta sem ég hugsaði var ekkert hvernig ég ætti að borga skuldina heldur hugsaði ég "hmm.. ætli þetta þýði að ég get haldið áfram að eyða á kortinu mínu þótt það sé ekkert inn á því?"
djöfull verð ég í vondum málum eftir sona 10 ár..

það sem vegur kannski upp á móti er það að ég reyni yfirleitt að borga skuldir mínar og gleymi því ekki ef ég skulda vinum mínum pening.. þannig að ég er kannski ekki algjört illmenni =/

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim