Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

mánudagur, september 06, 2004

djöfull eru tvíhöfði að standa sig.. ég hlusta á þá á kannski 2 vikna fresti og það er alltaf e-ð sniðugt í gangi..
annard fékk ég staðfestingu hjá þeim á því að þessi Valur Gunnarsson (gagnrýnandi hjá DV og einn af liðinu hjá grapevine) er bara endalaust mikil gúrka.. Jón Gnarr sagði s.s. frá því að þeir tveir voru e-ð að ræða um þessi tölvupósts-peningasvindlmál öll í Nígeríu.. man ekki alveg afhverju, en Jón spurði allavegana þennan gaur "væri ekki sniðugt að skrifa grein um þetta í grapevine?" og Valur, riddari réttlætis og fordómaleysis svaraði með "neei er það ekki soldið mikill rasismi?"
ef það er eitthvað sem ég þoli ekki þá er það svona fávitalið sem er svo fullt af political correctness að það kreistist political correctness vökvi út úr eyrunum á þeim (einhverjir muna kannski eftir því sem hann skrifaði um lost in translation)...
það er eitt að vera laus við fordóma en það er annað að vera hálviti með kúk í hausunum.. æi ég nenni ekki að skrifa um þetta

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim