Leiðinleg færsla nr. 2:
já ég komst að því hver átti þessa bútasaumssíðu. Það er kona að nafni Guðbjörg Einarsdóttir og býr hún á bænum Flöt í Skagafjarðarsveit. Ég keyrði þangað og heimsótti hana og við ræddum málin
ég: já sæl vertu, Egill heiti ég og er mikill aðdáandi bútasaumssíðunnar þinnar
Guðbjörg: Já sæll vertu, má ekki bjóða þér inn í kleinur og kaffi?
ég: Ekki get ég kleinunum neitað.
Guðbjörg: Já ég var einmitt að steikja kleinur í síðustu viku þar sem bóndi minn og synir okkar eru í göngum þessa stundina. Þeir koma að öllum líkindum heim við sólarlag.
ég: Ég skil, ég skil.
Guðbjörg: Já og svo fundu þeir aumingja Rjúpu fasta í gaddavír. Þeir neyddust til að lóga greyinu á staðnum
Ég: Já það var nú miður. Ég átti eitt sinn rollu sem hét Rjúpa.
Guðbjörg: Já hún rjúpa var mjög ógæfusöm. Lömbin hennar á síðasta ári dóu öll við fæðingu sökum bólgu í anus.
Ég: Það var nú miður. En ég vildi nú spyrja þig út í bútasaumsteppin þín.
Guðbjörg: Já það er eitthvað sem ég hef dundað mér við í mörg ár og lærði ég þessa ágætu list hjá góðvinkonu minni Þórdísi Guðmundsdóttir, dóttur Guðmunds á Bakka.
Ég: Já Guðmundur á Bakka, er hann ekki einmitt bróðir Jóns Steingrímssonar, stórbónda í Hrútafirði?
Guðbjörg: Jú rétt er það.
Ég: já ég hjálpaði honum einmitt við heyskap eitt sumarið. Mikill öðlingur þar á ferð. Mjög sorglegt hvernig fór fyrir börnunum hans.
Guðbjörg: Já ég frétti af því, það var mjög erfitt mál alltsaman
Ég: Já, en nú þarf ég líklega að koma mér, þakka þér kærlega fyrir kleinurnar, þær voru ljúffengar
Guðbjörg: Já, þakka þér fyrir komuna, endilega komdu við einhverntíman seinn aog þá get ég boðið þér upp á kjötsúpu og slátur
Ég: Ég geri það. Vertu sæl.
annars fór ég niður í fjöru í gær að tína steina. Mun ég nú birta myndir af þeim
næsta grein verður svo um frímerkjasöfnun! Sjáumst þá! =D
já ég komst að því hver átti þessa bútasaumssíðu. Það er kona að nafni Guðbjörg Einarsdóttir og býr hún á bænum Flöt í Skagafjarðarsveit. Ég keyrði þangað og heimsótti hana og við ræddum málin
ég: já sæl vertu, Egill heiti ég og er mikill aðdáandi bútasaumssíðunnar þinnar
Guðbjörg: Já sæll vertu, má ekki bjóða þér inn í kleinur og kaffi?
ég: Ekki get ég kleinunum neitað.
Guðbjörg: Já ég var einmitt að steikja kleinur í síðustu viku þar sem bóndi minn og synir okkar eru í göngum þessa stundina. Þeir koma að öllum líkindum heim við sólarlag.
ég: Ég skil, ég skil.
Guðbjörg: Já og svo fundu þeir aumingja Rjúpu fasta í gaddavír. Þeir neyddust til að lóga greyinu á staðnum
Ég: Já það var nú miður. Ég átti eitt sinn rollu sem hét Rjúpa.
Guðbjörg: Já hún rjúpa var mjög ógæfusöm. Lömbin hennar á síðasta ári dóu öll við fæðingu sökum bólgu í anus.
Ég: Það var nú miður. En ég vildi nú spyrja þig út í bútasaumsteppin þín.
Guðbjörg: Já það er eitthvað sem ég hef dundað mér við í mörg ár og lærði ég þessa ágætu list hjá góðvinkonu minni Þórdísi Guðmundsdóttir, dóttur Guðmunds á Bakka.
Ég: Já Guðmundur á Bakka, er hann ekki einmitt bróðir Jóns Steingrímssonar, stórbónda í Hrútafirði?
Guðbjörg: Jú rétt er það.
Ég: já ég hjálpaði honum einmitt við heyskap eitt sumarið. Mikill öðlingur þar á ferð. Mjög sorglegt hvernig fór fyrir börnunum hans.
Guðbjörg: Já ég frétti af því, það var mjög erfitt mál alltsaman
Ég: Já, en nú þarf ég líklega að koma mér, þakka þér kærlega fyrir kleinurnar, þær voru ljúffengar
Guðbjörg: Já, þakka þér fyrir komuna, endilega komdu við einhverntíman seinn aog þá get ég boðið þér upp á kjötsúpu og slátur
Ég: Ég geri það. Vertu sæl.
annars fór ég niður í fjöru í gær að tína steina. Mun ég nú birta myndir af þeim
næsta grein verður svo um frímerkjasöfnun! Sjáumst þá! =D
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim