Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

föstudagur, desember 13, 2002

ég er ostur!!! hahaha!!! >:-|
enskupróf búið... nenni ekki að tala um það... helgi komin... jei...
en æjá eins og ég var að tala um í morgun, þá horfði ég á góða mynd í gær... apocalypse now... það er gömul stríðsmynd með martin sheen í broddi fylkingar ásamt einhverjum öðrum dúddum... þetta er mikið verk sem fæst aðallega við mannshugann og hvernig ákveðnar aðstæður geta breytt fólki gjörsamlega í geðsjúklinga.... undir lokin var þetta eiginlega ekki stríðsmynd lengur... meira bara sona sálfræðidæmi e-ð... þetta var redux útgáfan og var hvorki meira né minna en 195 mínútur en ég verð að segja að þær liðu nokkuð hratt...
gaman líka að sjá laurence fishburne sem bólugrafinn ungling á aldur við mig... hahahaha! >:-|
hún fær 9 reiða kalla af 10

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim