Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

miðvikudagur, júní 25, 2003

stundum vildi ég að þetta blogg væri private.. þá gæti ég skrifað hluti hérna sem ég þarf að skrifa sem ég vill ekki að fólk sé að hnýsast í í staðinn fyrir að þurfa að HANDSKRIFA það í einhverja helvítis bók... en já ég er forvitinn að vita hvort Hjölli hafi náð að redda sér þessum miða sínum á hróarskeldu... ef svo er og hann sé farinn án þess að hafa kvatt mig þá er ég í fýlu útí hann og lem hann þegar hann kemur aftur heim >:-|

en já hann sturlaði litli bróðir minn hefur samið enn eina myndasöguna.. í þetta skipti fjallar hún um kall sem heitir "Aðalvondikall" og öndina hans, og tilraun hans til að ræna jólasveininn... og af einhverjum ástæðum er þessi jólasveinn þakinn skiltum sem standa á "Made in U.S.A.".... svo blandast einhver kúreki inn í þetta líka.. bróðir minn þarf hjálp

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim