Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

laugardagur, desember 13, 2003

já... Keikó er dauður. ég á eftir að sakna þeim löngu og innihaldsríku samræðum sem ég átti við hann... hann var ekki bara fiskur, hann var vinur.

annars finnst mér besta fréttin um þetta sú sem er að finna á textavarpinu...
"Háhyrningurinn Keikó er allur, 27 ára.
Umsjónarmenn hans í Noregi segja
dauðann hafa borið brátt að, Keikó hafi
veikst skyndilega og drepist úr lungna-
bólgu. Hann var sex tonn að þyngd. "

svona getur gerst þegar fluttar eru dánafregnir um fiska...
yfirleitt hefði svona frétt endað á "hann skilur eftir sig konu og 3 börn" eða eitthvað, en þar sem það var líklega ólöglegt fyrir Keikó að gifta sig er eins og þeir hafi ekki ekki haft hugmynd um hvernig átti að enda fréttina.

ég er að spá í að fara fram á að dánafregnin um mig verði með þessu sniði..

"Athafnamaðurinn Egill Viðarsson er allur, 19 ára.
Umsjónarmenn hans á Íslandi segja
dauðann hafa borið brátt að, en hafa
annars neitað að tjá sig um málið.
Hann var 65 kíló að þyngd"

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim