Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

fimmtudagur, desember 11, 2003

já... eins og ég sagði voru þessir tónleikar geðveikir.. er bara fyrst að átta mig á því núna... en ég hefði samt viljað að prófin hefðu klárast í gær.. þá hefði ég getað farið og djammað eftir tónleikana í þessu muse-eftirpartíi með hreinni samvisku.. þar hefði ég getað dottið í það og ofsótt gaurana í muse með einhverju icelandic vikings kjaftæði og einhverjum stangastökksbröndurum, en neeeiiii.. ég þurfti að verað fara í próf daginn eftir..

annars hef ég komist að þeirri niðurstöðu að ég er skrýtinn.. reyndar var ég ekkert að komast að þeirri niðurstöðu, ég hef alltaf vitað það og hef heyrt það frá fólki.. ég þarf bara að sætta mig við það.. það er m.a. ástæðan fyrir því að ég á erfitt að tjá mig við fólk sem ég þekki ekki vel.. ég reyni að vera eðlilegur í samskiptum við annað fólk en það gengur oftast illa.. ég segi skrýtna hluti, haga mér skringilega og geri skrýtna hluti... held það sé kominn tími á að ég sætti mig við hversu vanskapaður ég er

lag dagsins: Muse - Blackout

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim