Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

miðvikudagur, desember 03, 2003

teppið inni í herbergi hjá mér er viðbjóðslegt... það er reyndar svo viðbjóðslegt að ég á erfitt með að læra hérna inni eða gera nokkurn skapaðan hlut, bara því ég veit af þessu ógeði undir mér...
ég gerði mér alveg grein fyrir viðbjóðsstigi teppisins áður, en það var ekki fyrr en í gær að ég fór að skoða það vel og komst að því hversu stórkostlegt þetta er í raun.. hér er dæmi

þetta er auðvitað bara brot af þeirri viðurstyggð sem má finna inni hjá mér, og þess má geta að gæði vefmyndavélarinnar sem ég notaði til að taka þessa mynd eru ömurleg..
í gær færði pabbi mér hinsvegar þær gleðifréttir að hann ætlar að hjálpa mér að setja nýtt teppi um þarnæstu helgi.. ég ætla bara rétt að vona að teppið lifni ekki við á þeim tíma og éti mig...

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim