Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

föstudagur, júlí 30, 2004

bloggið hans frænda míns fær miklu fleiri heimsóknir en ég.. er það aldursmunurinn? gæðamunurinn? ég veit það ekki.. ég er allavegana í fýlu

ég keypti mér mjúkís um daginn.. á pakkanum var límmiði með ömurlegasta tilboði í sögu alheimsins... "safnið fimm lokum af mjúkís, og sendið á [heimilisfang] og þá fáið þið glæsilega ísskeið!" ég þori að veðja sálu minni og æru (hvað sem það nú þýðir) að ekki nokkur maður mun taka þessu tilboði nema gamlar lífsþreyttar konur í breiðholtinu sem vilja fá e-ð til að nöldra yfir ef þær fá ekki þessa skeið.. svo var mynd af skeiðinni á boxinu.. hún var ljót og asnaleg og gerði mig pirraðan

en nú þarf ég að fara að hugga bróðir minn sem ég lamdi aðeins of fast með koddanum mínum

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim