Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

miðvikudagur, desember 18, 2002

jæja... tími fyrir svefn... próf búinn.. allt er ekki ömurlegt lengur... ég fékk e-mail frá bjarndísi vinkonu minni sem býr útí Danmörku þessa stundina. Hún er frábær. Ég sakna hennar (á mjög karlmannlegan hátt >:-| )... og þessi færsla er því tileinkuð henni... ég kynntist henni þegar ég var að byrja í MR... man samt ekki alveg hvernig, en við urðum bestu vinir, þrátt fyrir ömurlegan tónlistarsmekk hennar (haha) og e-ð... ég á margar mjög góðar (en þó mjög karlmannlegar >:-| ) minningar frá þeim tíma... t.d. ófáar heimsóknir okkar til Eyjólfs Kára þar sem við gerðum ekki neitt tímunum saman... og þegar hún kom alltaf í heimsókn til mín bara til að geta verið í tölvunni minni >:-|.... svo flutti hún til Danmerkur og breyttist í Dana sem hlustar á trans... svo flutti hún aftur heim í rúmlega hálft ár... ég hitti hana ekki mikið á því tímabili, en það var bara því ég var alltaf upptekinn heima hjá mér að leysa gestaþrautir og spila lúdó við sjálfan mig... en allavegana... allt saman mjög gaman... hún kemur í heimsókn í mars... þá verður glens og grín... en ég er farinn að sofa bless

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim