Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

föstudagur, desember 20, 2002

var að fá einkunnir... jibbí jei.. þær eru ömurlegar, þrátt fyrir það að ég hafi náð öllu... en mér er skítsama.. skólakerfið er súrt og lélegt og allir vita það... heimurinn þróast á ógnarhraða en alltaf stendur skólakerfið í stað.. mér finnst það mjög fyndið... alltaf tilgangslausar 40 mínútna kennslustundir þar sem kennarar messa yfir nemendum, en kenni þeim í sjálfu sér ekki neitt sem stendur ekki í bókunum og sem nemendur eiga ekki eftir að lesa fyrir prófin hvort sem er... það má vera að einhverjir kennarar nái að negla e-ð inní kollinn á nemendum, en ef svo er, þá hefur það hvort sem er ekki neitt að segja um hvernig nemendum gengur í þessum blessuðu prófum... fyrir próf er alltaf allt námsefnið lesið nokkrum dögum fyrir próf, og maður spyr sig hver tilgangurinn með skólanum og kennslustundum sé, því að lokum þá veltur alltaf allt á því hvað manni gengur vel að læra þessa síðustu daga f. prófin...
svo reiknaði skólinn líka meðaltalið úr prófunum mínum vitlaust...

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim