Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

mánudagur, mars 31, 2003

í dag er ég þjáður af óendanlegum gamalmennafordómum. Afhverju kaupir gamalt fólk alltaf svona óendanlega leiðinlega hluti í matvörubúðum? Maður hefði haldið að þegar fólk kæmist á efri árin þá færi það að njóta lífsins og éta ógeðslega mikið nammi og ruslfæði, en nei þannig er það alls ekki.... ég hef gert könnun og birti hér lista yfir það sem er að finna í innkaupakörfum langflestra gamalmenna:
3 lítrar af mjólk
Rúgbrauð
Flatbrauð
Smjör
Kaffi
Tvíbökur
Skyr
Mysa
Kindakæfa
Eitthvað vont grænmeti
Einhver vondur ostur

þannig er það nú... ég legg til að það verði sett viðskiptabann á gamalt fólk þangað til það lærir að borða almennilega... þá hættir kannski hár að vaxa úr eyrunum á þeim >:-|

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim