Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

mánudagur, maí 05, 2003

nojnojnoj það er bara ekkert annað... hafist hafa harðar ritdeilur milli Hjörleifs Skorra Þormóðssonar og Mad O, the mystery man.. gaman að fylgjast með því..

en já það er mjög athyglisverð þessi tækni sem Kastljóssfólkið er búið að þróa til að slútta þáttum... sérstaklega núna rétt fyrir kosningar þegar þau fá pólitíkusa í þættina til sín sem geta ekki heldið kjafti... það er algjör snilld að horfa á hvernig þau gera þetta... þegar það eru svona 2 mínútur eftir af tímanum þá byrja þáttarstjórnendurnir að hlæja eins og brjáluð og kæfa einhvernegin allt sem helvítis pólitíkusarnir eru að segja með hlátri, sama hvrt það er e-ð remotely fyndið sem er í gangi eður ei, og svo segja þau "jú svo sannarlega hohoho en nú er tíminn búinn bless hohoho"... þetta er alveg virkilega áhrifarík aðferð hjá þeim því eins og flestir vita er ótrúlega erfitt að fá pólitíkusa til að halda kjafti...

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim