Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

þriðjudagur, maí 13, 2003

systir mín kláraði samræmdu prófin í gær... og þar sem hún skilaði svörunum bara á svarblaði þá mátti hún taka prófið heim... ég fór svo yfir það fyrir hana og ég verð bara að segja... djöfull er þetta óendanlega létt... og þetta er ekki bara ekki einhver menntaskólahroki í mér... við erum að tala um að þetta er svo ógeðslega létt að... jæja ég finn bara ekki nógu góða samlíkingu... þetta er einilega bara mógðun við vitsmuni systur minnar

dæmi um spurningar:
"Ef 4x ertu jafnt og 48, hver er þá þriðjungurinn af x?"

"Breyttu 1,2 rúmmetrum í lítra"

"Breyttu 70 metrum í kílómetra"

"Síðastliðið skólaár voru 1182 nemendur í Vatnaskóla. Í vetur eru þeir 18% fleiri. Hvað eru um það bil margir nemendur í Vatnaskóla nú?"

"Margfaldaðu og dragðu saman líka liði: (x+7)(x-4)"

"Glerkúlur eru í bréfpoka. 1/6 hluti þeirra er grænn, 1/12 hluti gulur, helmingurinn er hvítur og 25% eru blár. Ef valin er af handahófi ein kúla úr pokanum hvernig er líklegast að hún sé á litinn?"

Aukþess eru þetta alltsaman krossaspurningar og bara 4 möguleikar genir í hvert sinn, og þeir röngu eru venjulega bara e-ð kjaftæði... og það besta er að þetta e alltsaman jafnviðbjóslega létt og þetta eru ekki nema 40 spurningar... guð minn góður ég er hneykslaður á íslensku menntakerfi... VIÐ ERUM Í GRUNNSKÓLA Í 10 ÁR OG ÞETTA ER ÞAÐ SEM MAÐUR LÆRIR?!?!?!?

(þess má geta að systir mín fær u.þ.b. 9,75)

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim