Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

sunnudagur, desember 21, 2003

ég get ekki lýst með orðum hvað ég fyrirlít Hannes Hólmstein mikið... ég ætla samt ekki að tjá mig um ástæður þess hér..
en andskotans drasl.. ég þarf að byrja að kaupa jólagjafir handa fólki.. og ég er skítblankur.... svo er skítkalt úti og ofnnin hérna inni er bilaður.. voðalega er þetta alltaf e-ð erfitt líf...

annars var ég að fatta að Anne kemur hérna eftir nákvæmlega 8 daga og mun dvelja hjá mér í heila 5 daga... ég er að fara að hitta í fyrsta skiptið á ævi minni stelpu sem ég hef þekkt í 2 ár en aðeins talað við í gegnum netið, síma og séð myndir af.... stress!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim