Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

fimmtudagur, apríl 29, 2004

sjitt hvað ég tortímdi stofunni hjá mér á örfáum sekúndum.. þetta var eins og í Klaufabárðunum eða e-ð... ég þurfti að bera leðursófann inn aleinn inn í stofu (því ég var nógu heimskur til að skilja hann eftir útí rigningunni) og tókst að hrinda öllu drasli sem varð á leið minni um koll.. þegar ég var svo búinn að stafla nokkrum hlutum af sófanum á gólfið, þá þurfti ég að taka einhvern stól frá svo afgangurinn af honum kæmist þangað.. en þegar ég kippti honum þá hrundi sjónvarpshillan þannig að videoið og afruglarinn og sjónvarpið og allt draslið hrundi niður, og sjónvarpsskjárinn datt á hornið á borðstofuborðinu.. þannig að ég veit ekki hvort það sé enn á lífi.. og þar að auki var sófinn rennblautur þannig að það er allt subbulegt þarna.. ef þið lesendur góðir eruð einhverntíman að flytja þá mæli ég ekki með því að þið fáið mig til að hjálpa...

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim