Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Í kvöld voru ég og Krummi að ræða afmæli á leikskólanum.. eitthvað eru þau fátæklegri en á okkar tímum (alltaf þegar einhver átti afmæli í leikskólanum hans Krumma fengu krakkarnir kakó... á mínum fengu allir ís), en núna fá börn einhverja skitna pappakórónu, íslenska fánann og kerti til að blása á. Krummi benti réttilega á að þetta sé ekkert nema kóngadýrkun frá fornri tíð þegar danir réðu yfir okkur og sé úrelt og heimskulegt. Hann kom svo með þá ágætu hugmynd að öllum leikskólum yrði úthlutaður einn selskinspels eins og sá sem Halldór Ásgrímsson á. Þannig foringjadýrkun væri mun meira viðeigandi og leiðtoga okkar til sóma.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim