Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

fimmtudagur, febrúar 03, 2005

jæja.. fyrsta færsla í rúmlega viku... allt búið að gerast.. allllt segi ég.. fór í sumarbústaðaferð um helgina með fríðum flokki, drakk mig fullan, stútaði á mér tánni, drakk mig fullan og tapaði í pictionary.

Ég er byrjaður að vinna á leikskólanum Sæborg og er bara mjög sáttur við það djobb.. ég er á deild með krökkum á aldrinum 2-3 ára sem er eiginlega hinn fullkomni aldur.. öll deilumál hjá börnunum eru enn einföld að leysa, annað en t.d. hjá elstu deildunum. dæmi

mín deild:

Júlíus: "Malfreð tók skófluna mína!"
Egill: "Er það rétt Malfreð?"
Malfreð: "........... já"
Egill: "Skammastu þín Malfreð, það er ljótt að stela af öðrum."

og svo fær barn #1 skófluna sína aftur.

4-5 ára deild:

Barn #1 (grenjandi): "Barn #2 sagðist ætla að róla við mig og Barn #3 saman en svo tók hann bara róluna og fór að róla sjálfur og vill ekki leyfa okkur að vera með!"
Egill: "Er það rétt Barn #2?"
Barn #2: "nei þau sögðust ætla að róla við mig ef ég myndi láta þau fá tvær skóflur og eina fötu. ég gerði það en svo tóku þau bara róluna og svo fóru þau að róla og ég fékk ekki að vera með"
Egill: "er það rétt Barn #1?"
Barn #1: "það er villa í rökflutningi þínum Barn #2. Það var samið um 3 bláar fötur og þrjár skóflur og þú sagðist fyrst áður en við fórum út að þú myndir róla við okkur en svo gerðiru það ekki heldur leyfðir Barni #7 og Barni #14 að róla þrátt fyrir áður gefin loforð."
Barn #2: "Barn #1 er að ljúga egill! gerðu eitthvað!"

og svo leysist allt upp í vitleysu

þannig að ég er sáttur... en það var einn hlutur sem ég ákvað að halda áfram að vinna þarna, en það er að ég fæ að leggja mig með börnunum í hádeginu.. og það er alveg 3 korter! partí!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim