Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

þriðjudagur, maí 17, 2005

Mikið hafa hlutirnir breyst eitthvað undanfarin ár... og án þess að maður taki eftir því. Ég man fyrir u.þ.b. 4 árum, þegar ég var að hefja feril minn sem menntaskólanemi, að þá var aldeilis gaman að vera vesturbæingur, þá var allt svoleiðis löðrandi í drama og öðrum fyndnum hlutum sem maður gat hlegið að úr fjarlægð í mínum vinahóp, maður var nokkurnvegin nýbúinn að uppgötva dýrðir áfengis, það voru partí aðrahverja helgi (uppfull af drama auðvitað) og maður var yfir höfuð of vitlaus til að hafa einhverjar alvöru áhyggjur af hlutunum.

Núna eru hlutirnir þannig að þessi hópur sem ég umgekkst hvað mest hefur tvístrast, og hafa sumir spjarað sig betur en aðrir, einhverjir eru farnir út eða eru á leiðinni út í nám (bjánar), einhverjir halda sig hér heima í hinu og þessu, og ég er á leiðinni að verða einhver háskólanemagúrka.. svo fer að koma að því að ég þarf að flytja að heiman, en því fylgja leiðinlegir hlutir eins og að þurfa nauðsynlega að eiga pening, gluggapóstur o.s.frv.

Ég er m.ö.o. kominn á þetta "hvar er mín glataða æska" stig og þrái aftur að vera ungur, heimskur, með stór gleraugu og engar áhyggjur af hlutunum...

æi ég verð bara þunglyndur af því að skrifa um þetta

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim