Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

föstudagur, apríl 29, 2005

Það er alveg stórkostlegt hvað börn á leikskóla klaga mikið. Ég er að pæla á að hefja rannsókn á þessu efni á næstunni, en ef ég myndi skjóta á það, þá held ég að ég fái u.þ.b. 20 klögur í hverri útiveru. Útiverurnar eru tvær á dag, og það eru 3 fóstrur með mér úti, þannig að ég myndi segja að það berist um 200-250 klögur á dag (ef teknar eru með klögurnar í inniveru)... það gerir rúmlega 1000 klögur á viku. Skiptir mig samt kannski ekki miklu máli þar sem ég er löngu kominn á auto-pilot hvað varðar það að leysa deilur leikskólabarna..

2 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim