Eins og einhverjir kannski vita þá hef ég mjög gaman af ákveðinni tegund af metaltónlist, eða þeirri sem flokkast undir hardcore/grindcore/metalcore eða hvað þetta nú allt heitir. Eftir að hafa litið niður á þessa tónlist lengi vel, þá byrjaði ég að hlusta á þetta mikið í byrjun síðasta árs (og þá aðallega hljómsveit sem ber nafnið Converge) og fannst mjög skrýtið að þetta skuli höfða til mín þar sem þetta er kannski soldið mikið stílbrot.
Ég hef samt komist að því að helsta ástæðan fyrir því að ég sæki í þetta er að svona tónlist hefur í raun mjög róandi áhrif á mann (ok allavegana á mig). Þar sem ég var oft frekar órólegur og pirraður á síðasta ári, þá var það alveg þvílík andleg útrás að fara út að labba og hlusta á plötuna Jane Doe. Öll keyrslan og tryllingurinn, og þessi fullkomlega ómennsku öskur í söngvaranum eru þvílík að það losar bara um spennu og pirring. Allavegana kom ég alltaf mun rólegri og betur stemmdur heim.
Og það besta er, að um leið fæ ég mikið út úr því að hlusta á lögin, þar sem að maður kemst að því eftir nokkrar hlustanir (og þegar maður lærir að þekkja þau í sundur) að þetta eru alveg ótrúlega flott og vel gerð lög.
til að heyra tóndæmi með converge (endilega prófið), farið þá
hingað, farið í "Listen to samples" og veljið þá helst Bitter and Then Some, Phoenix In Flames eða Thaw...
Vill endilega vita hvað fólki finnst um þetta (svo ég geri nú semi-alvarlega færslu einusinni)
Ég hef samt komist að því að helsta ástæðan fyrir því að ég sæki í þetta er að svona tónlist hefur í raun mjög róandi áhrif á mann (ok allavegana á mig). Þar sem ég var oft frekar órólegur og pirraður á síðasta ári, þá var það alveg þvílík andleg útrás að fara út að labba og hlusta á plötuna Jane Doe. Öll keyrslan og tryllingurinn, og þessi fullkomlega ómennsku öskur í söngvaranum eru þvílík að það losar bara um spennu og pirring. Allavegana kom ég alltaf mun rólegri og betur stemmdur heim.
Og það besta er, að um leið fæ ég mikið út úr því að hlusta á lögin, þar sem að maður kemst að því eftir nokkrar hlustanir (og þegar maður lærir að þekkja þau í sundur) að þetta eru alveg ótrúlega flott og vel gerð lög.
til að heyra tóndæmi með converge (endilega prófið), farið þá
hingað, farið í "Listen to samples" og veljið þá helst Bitter and Then Some, Phoenix In Flames eða Thaw...
Vill endilega vita hvað fólki finnst um þetta (svo ég geri nú semi-alvarlega færslu einusinni)
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim