Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

fimmtudagur, júlí 28, 2005

Börn undir 13 ára aldri eru meira óþolandi en ruslpóstur þegar kemur að internetinu.

Þessu komst ég að þegar ég fattaði að ég er með u.þ.b. 15 einstaklinga á msn block listanum mínum sem eru allir undir 13 ára aldri. Sumt e-ð kunningjafólk systkina minna sem hefur einhvernvegin komist yfir emailið mitt og sumt bara e-ð lið sem ég hef aldrei talað við eða séð á ævi minni... þetta væri kannski í lagi ef þau væru að segja e-ð af viti en yfirleitt er þetta bara "hæ áttu kærustu?" "hæ áttu dýr?" "hæ hvað ertu gamall? 20 ára? nauts ég trúi þér ekki!" og svo ef maður svarar ekki þá fær maður "halló? halló? halló? halló? HAAALLLÓÓÓ ERTU ÞARNA?!?!?"

það þyrfti að kenna einhverskonar internetsiðferði í skólum.. sveiattan

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim