jæja ég hef nú ákveðið að endurlífga b-myndagagnrýnina.. þar sem Krummi er kominn heim er það viðeigandi og við munum skiptast á að skrifa um myndirnar. Hér á eftir er fyrst fjallað um Ratboy (sá dómur er skrifaður af mér), og Campus Man (skrifað af Krumma)
Ratboy
------
Jæja ég veit ekki hvar ég á að byrja. Ég er ennþá í hálfgerðu losti eftir að hafa horft á þessa mynd. Ég mun allavegana aldrei aftur horfa á kvikmyndir sömu augum. Ratboy er s.s. mynd sem fjallar um strák sem lítur út eins og rotta (af einhverjum óútskýranlegum ástæðum), og hvernig hann spjarar sig í stórborg eftir hann er fangaður af einhverri gellu og bræðrum hennar (hann hafði búið einn á einhverjum ruslahaug fyrir það). Í fyrstu vorum við Krummi að búast við einhverskonar hjartnæmu Elephant Man ripoffi, en komumst fljótt að því að sú var ekki raunin. Í staðinn fengum við að sjá 100 mínútna langan saurklump sem fjallaði í raun ekki um neitt.
Myndin byrjar á því að aðalgellan bjargar Ratboy úr klóm einhverra vondra manna, og tekur hann undir sinn væng, með það að markmiði að græða pening á honum. Ratboy verður ástfanginn af þessari gellu sem er eiginlega alveg óskiljanlegt, þar sem hún er gjörsamlega sjarmalaus með öllu, og er basically óþolandi tík út alla myndina. Hún fer svo heim með hann, þar sem hann rústar öllu og gerir ekki neitt gáfulegt, meðan hún fer á milli staða og reynir að pimpa honum út hjá einhverjum kvikmyndapródúserum og blaðamönnum. Einhverntíman í myndinni fer hún svo með hann í partí hjá einhverjum hotshot gaurum, þar sem hann týnist, og fer svo og lendir í ýmsum, og ótrúlega ómerkilegum ævintýrum í borginni, þar sem hann meðal annars kynnist einhverjum svörtum gaur með bleik sólgleraugu. Myndin breytist þá á tímabili í Boyz 'n the hood + Ratboy þar sem m.a. er prangað inn á ratboy einhverju bling bling drasli fyrir allan vasapeninginn hans.
En hann finnur svo aðalgelluna aftur just in time fyrir einhvern blaðamannafund sem hún er búinn setja upp fyrir hann. Þar nær kvikmyndin líklega hápunkti í kjaftæði, þar sem í staðinn fyrir að vera með honum á sviðinu að kynna hann fyrir fólkinu, ákveður hún af einhverjum stórfurðulegum ástæðum að senda hann einan fram á sviðið til að flytja einleik úr einhverju leikriti. Það er eiginlega mjög erfitt að lýsa í orðum hversu óendanlega handahófskennd, asnaleg, og tilgangslaus þessi sena er, og maður verður eiginlega að sjá þetta með eigin augum til að skilja það. Hann gengur svo nattlega berserksgang á sviðinu og rústar öllu, og þegar hann er að flýja úr leikhúsinu kemur enginn annar honum til bjargar en svarti gaurinn með sólgleraugun, og fer e-ð að tala um flótta til Mexíkó og einhverja þvælu sem meikar nákvæmlega ekkert sense útfrá undangengnum atburðum. Myndin endar svo á álíka súrum nótum með því að hann er skotinn af löggunni og e-ð bull sem ég nenni ekki að skrifa um.
Manni var eiginlega skítsama um allar persónur í þessari mynd, þar sem aðalmarkmið þeirra allra virtist að vera sem mestir fávitar við aumingja Ratboy, eða "Eugene" eins og hann var kallaður. Undir venjulegum kringumstæðum hefði þetta þá líklega vakið upp einhverja samkennd með honum, en þar sem hann var algjörlega litlaus persóna sem gerði í raun ekkert annað en að ráðast á fólk á 5 mínútna fresti og að biðja fólk að lesa fyrir sig, þá var manni eiginlega alveg sama þó fólk væri að segja honum hvað hann væri ljótur og ógeðslegur.
Og líklega felst boðskapur þessarar myndar í því, að fólk þarf endilega ekki að vera eitthvað fallegt að innan þó það sé ljótt að utan. Það getur mjög auðveldlega verið bæði, og að kvikmyndir um slíkt fólk eru aldrei góð hugmynd.
Ég ætla ekki að fjalla um leik + leikstjórn, eitthvað sérstaklega, heldur læt bara nægja að segja að það var alltsaman ömurlegt, f. utan kannski það að Ratboy leit alveg út fyrir að vera Ratboy.
Niðurstaðan er því: án efa lélegasta mynd sem ég hef á ævi minni séð, en mæli þó með henni þar sem það er mjög auðvelt að skemmta sér yfir ömurleika hennar.
10 saurklumpar af 10. Mjöööög auðveldlega
Campus Man (Skrifað af Krumma)
---------------------
¨All The Girls wanted to take Brett Wilson home: But his best friend just wanted to take him to the Bank!¨
Eða eins og þetta útleggst á íslensku aftan á hulstrinu:
¨Allar stelpur vilja verða samferða Brett Wilson heim. En vinir hans vilja hinsvegar verða samferða honum í bankann.¨
Já, það er komið að mínu innleggi í B-mynda gagnrýninni sem Egill hóf á bloggi sínu fyrir nokkru.
Todd Barrett hefur hlutina á hreinu. Hann er upprennandi viðskiptafræðinemi með auga fyrir góðum hugmyndum. En lífið er ekki alltaf dans á rósum fyrir Todd og verður útlitið svart þegar það lítur út fyrir að hann geti ekki átt fyrir skólagjöldunum þessa önnina. En Todd deyr sko ekki ráðalaus. Hann hannar meö hjálp tölvunar sinnar viðskiptaplan sem getur ekki brugðist. Hann ætlar að búa til dagatal, en í staðin fyrir lögulegar konur á síðum þess mun hann, get this, hafa lögulega karlmenn! Þeta plan getur ekki mögulega feilað þar sem að þetta hefur ALDREI verið gert áður.
Þarna stígur Brett Wilson, besti vinur Todds inn í myndina. Brett er meitlaður sundkappi með gullhjarta sem vill ekkert frekar en að fá að stunda íþróttagrein sína í friði. En það ætlar Todd sko ekki að leifa honum að gera og upphefst skondin atburðarrás þar sem allt fer í bál og brand hjá honum Todd okkar og koma litríkar persónur við sögu á borð við lánadróttin Todds, Cactuz Jack sem er harðastin naglinn á svæðinu..
Ok, ég fíla ömurlegar eigties gamanmyndir jafn mikið og næsti maður. Ferris Bueller´s day off og Fast times at Ridgemont High eru sígildar myndir. Campus man er ekki sígild á nokkurn hátt. Hún er hinsvegar
sæmilega þolanlegur saurklumpur sem inniheldur nægilegt magn ömurleika til að skemmta manni í c.a. 90 mínútur. Það er ekki endilega að myndin sé slík sé svona illa gerð, heldur er það meira að allur 9. áratugurinn er óumdeilanlega ömurlegt tímabil og allt sem keyrir út á hann verður því i framhaldi af því smitað af þeim ömurleika.
Allt í Campus Man er gegnumsýrt af þessu harmatímabili nútímasögunnar. Allt frá fáránlegum hárgreiðslum til karlmanna í allt of litríkum/þröngum/stuttum fötum...And not in a man-loving good way..
Það er reyndar ótrúlega mikið af hómóerótískum undirtónum í þessari mynd. Maður sér ófáa nakta karlmannslíkamana í eggjandi stellingum út ín gegn, oftar en ekki að sturta sig eða olíubornir í eggjandi stellingum. Ég veit það ekki, kannski eldist þessi mynd vel í því samhengi þar sem hómóerótík virðist almennt ennþá vera föst á 9. áratugnum....
Allavegana..
Hvað er annars málið með trommurnar í eighties myndum? Kom alltaf inn geðveikt massívar eigties trommur í byrjuninni á hverri einustu kvikmynd frá þessu tímabili. Ég veit ekki hvort þið náið hvað ég eigi við en ég held að þessar trommur séu ennþá til staðar í byrjuninni á Bold and the Beautiful theminu.
Allavegana. Þetta er einhvernvegin alltaf eins notað í byrjuninni á öllum vondum eigties gamanmyndum og er Campus Man engin undantekning. Þetta virðist þjóna þeim tilgangi að sýna hversu frábært er að vera uppi á þessum áratugi.
*Dúm*Dúm*Dúm*
Kvenmansrass í þveng
*Dúm*Dúm*Dúm*
Stelpa með ljót sólgerlaugu að bera sólkrem á sig
*Dúm*Dúm*Dúm*
Gaurar í þröngum gallabuxum og hvítum jakkapeysum að high fiva hvorn annan
*Dúm*Dúm*Dúm*
Fólk a hjólaskautum
*Dúm*Dúm*Dúm*
Einhver önnur kynferðislega niðurlægjandi mynd af kvenmönnum.
Reyndar var hálf nöktu kvenmönnunum skipt út fyrir hálfnakta karlmenn í flestum tilfellum en það er besides the point.
Punkturinn er að þetta var ömurlegur áratugur hvernig sem á það er litið!
Allavegana þá er Todd Barrett ótrúlega fráhrindandi og ömurleg persóna sem maður hefur enga samúð með og í raun vonaði ég að Cactuz Jack mundi misþyrma honum alvarlega á einhverjum tímapunkti í myndinni en alas, it was not to be.
Talandi um Cactuz Jack, eina eiginlega vonda kall sögunnar þá var hann álíka ógnvekjandi og Calvin Cline nærfatamódel sem hann hefur vafalítið verið áður en að þessu kvikmynd gerði hann atvinnulausan..
Hann var samt harður..eða eins og hann sagði sjálfur ¨When the tough come togeather they call me boss.¨
Allavegana þá er manni skítsama um allar mismunandi ráðagerðir Todds (sem flestar enda í að rústa eigin lífi og allra í kring um hann), en hann virðist samt fá vonda hugmynd á 5 mínútna freksti og er smekkleg montage sena fyrir hvert og eitt einasta.
Ef þið vitið ekki hvað montage sena er þá skal ég leifa Matt Stone og Tray Parker að útskýra það fyrir ykkur í þessum lagatexta úr Team America:
The hour's approaching to give it your best / You've got to reach your prime / That's when you need to put yourself to the test / And show us the passage of time / We're gonna need a montage / Ooh, it takes a montage / Show a lot of things happening at once / Remind everyone of what's gone on / In every shot, show a little improvement / To show it all would take too long / That's called a montage / Ooh, we want a montage / In anything, if you want to go / From just a beginner to a pro / You need a montage / Even Rocky had a montage
Það er s.s. ein ömurleg montage sena í hverri einustu vondu eighties gamanmynd sem gerð hefur verið en Campus Man sættir sig ekki við það, nei, hún þarf að hafa minnst 10 slíkar senur til að sjá allar þessar frábæru ráðagerðir Todds í framkvæmd.
Jæja, það er fátt meira hægt að segja um þessa ömurlegu mynd. Hún er ekki nógu ömurleg til að geta skemmt manni allan tíman en 9. áratugurinn ætti samt að koma manni langt, og ef að maður fær leið á því má vel skemmta sér við að finna þýðingavillur í textanum og á hulstrinu, af nógu af taka þar.
7 saurklumpar af 10. Lækkar örlítið fyrir skort á kvenmansnekt sem heldur öðrum ömurlegum eighties myndum uppi..
Ratboy
------
Jæja ég veit ekki hvar ég á að byrja. Ég er ennþá í hálfgerðu losti eftir að hafa horft á þessa mynd. Ég mun allavegana aldrei aftur horfa á kvikmyndir sömu augum. Ratboy er s.s. mynd sem fjallar um strák sem lítur út eins og rotta (af einhverjum óútskýranlegum ástæðum), og hvernig hann spjarar sig í stórborg eftir hann er fangaður af einhverri gellu og bræðrum hennar (hann hafði búið einn á einhverjum ruslahaug fyrir það). Í fyrstu vorum við Krummi að búast við einhverskonar hjartnæmu Elephant Man ripoffi, en komumst fljótt að því að sú var ekki raunin. Í staðinn fengum við að sjá 100 mínútna langan saurklump sem fjallaði í raun ekki um neitt.
Myndin byrjar á því að aðalgellan bjargar Ratboy úr klóm einhverra vondra manna, og tekur hann undir sinn væng, með það að markmiði að græða pening á honum. Ratboy verður ástfanginn af þessari gellu sem er eiginlega alveg óskiljanlegt, þar sem hún er gjörsamlega sjarmalaus með öllu, og er basically óþolandi tík út alla myndina. Hún fer svo heim með hann, þar sem hann rústar öllu og gerir ekki neitt gáfulegt, meðan hún fer á milli staða og reynir að pimpa honum út hjá einhverjum kvikmyndapródúserum og blaðamönnum. Einhverntíman í myndinni fer hún svo með hann í partí hjá einhverjum hotshot gaurum, þar sem hann týnist, og fer svo og lendir í ýmsum, og ótrúlega ómerkilegum ævintýrum í borginni, þar sem hann meðal annars kynnist einhverjum svörtum gaur með bleik sólgleraugu. Myndin breytist þá á tímabili í Boyz 'n the hood + Ratboy þar sem m.a. er prangað inn á ratboy einhverju bling bling drasli fyrir allan vasapeninginn hans.
En hann finnur svo aðalgelluna aftur just in time fyrir einhvern blaðamannafund sem hún er búinn setja upp fyrir hann. Þar nær kvikmyndin líklega hápunkti í kjaftæði, þar sem í staðinn fyrir að vera með honum á sviðinu að kynna hann fyrir fólkinu, ákveður hún af einhverjum stórfurðulegum ástæðum að senda hann einan fram á sviðið til að flytja einleik úr einhverju leikriti. Það er eiginlega mjög erfitt að lýsa í orðum hversu óendanlega handahófskennd, asnaleg, og tilgangslaus þessi sena er, og maður verður eiginlega að sjá þetta með eigin augum til að skilja það. Hann gengur svo nattlega berserksgang á sviðinu og rústar öllu, og þegar hann er að flýja úr leikhúsinu kemur enginn annar honum til bjargar en svarti gaurinn með sólgleraugun, og fer e-ð að tala um flótta til Mexíkó og einhverja þvælu sem meikar nákvæmlega ekkert sense útfrá undangengnum atburðum. Myndin endar svo á álíka súrum nótum með því að hann er skotinn af löggunni og e-ð bull sem ég nenni ekki að skrifa um.
Manni var eiginlega skítsama um allar persónur í þessari mynd, þar sem aðalmarkmið þeirra allra virtist að vera sem mestir fávitar við aumingja Ratboy, eða "Eugene" eins og hann var kallaður. Undir venjulegum kringumstæðum hefði þetta þá líklega vakið upp einhverja samkennd með honum, en þar sem hann var algjörlega litlaus persóna sem gerði í raun ekkert annað en að ráðast á fólk á 5 mínútna fresti og að biðja fólk að lesa fyrir sig, þá var manni eiginlega alveg sama þó fólk væri að segja honum hvað hann væri ljótur og ógeðslegur.
Og líklega felst boðskapur þessarar myndar í því, að fólk þarf endilega ekki að vera eitthvað fallegt að innan þó það sé ljótt að utan. Það getur mjög auðveldlega verið bæði, og að kvikmyndir um slíkt fólk eru aldrei góð hugmynd.
Ég ætla ekki að fjalla um leik + leikstjórn, eitthvað sérstaklega, heldur læt bara nægja að segja að það var alltsaman ömurlegt, f. utan kannski það að Ratboy leit alveg út fyrir að vera Ratboy.
Niðurstaðan er því: án efa lélegasta mynd sem ég hef á ævi minni séð, en mæli þó með henni þar sem það er mjög auðvelt að skemmta sér yfir ömurleika hennar.
10 saurklumpar af 10. Mjöööög auðveldlega
Campus Man (Skrifað af Krumma)
---------------------
¨All The Girls wanted to take Brett Wilson home: But his best friend just wanted to take him to the Bank!¨
Eða eins og þetta útleggst á íslensku aftan á hulstrinu:
¨Allar stelpur vilja verða samferða Brett Wilson heim. En vinir hans vilja hinsvegar verða samferða honum í bankann.¨
Já, það er komið að mínu innleggi í B-mynda gagnrýninni sem Egill hóf á bloggi sínu fyrir nokkru.
Todd Barrett hefur hlutina á hreinu. Hann er upprennandi viðskiptafræðinemi með auga fyrir góðum hugmyndum. En lífið er ekki alltaf dans á rósum fyrir Todd og verður útlitið svart þegar það lítur út fyrir að hann geti ekki átt fyrir skólagjöldunum þessa önnina. En Todd deyr sko ekki ráðalaus. Hann hannar meö hjálp tölvunar sinnar viðskiptaplan sem getur ekki brugðist. Hann ætlar að búa til dagatal, en í staðin fyrir lögulegar konur á síðum þess mun hann, get this, hafa lögulega karlmenn! Þeta plan getur ekki mögulega feilað þar sem að þetta hefur ALDREI verið gert áður.
Þarna stígur Brett Wilson, besti vinur Todds inn í myndina. Brett er meitlaður sundkappi með gullhjarta sem vill ekkert frekar en að fá að stunda íþróttagrein sína í friði. En það ætlar Todd sko ekki að leifa honum að gera og upphefst skondin atburðarrás þar sem allt fer í bál og brand hjá honum Todd okkar og koma litríkar persónur við sögu á borð við lánadróttin Todds, Cactuz Jack sem er harðastin naglinn á svæðinu..
Ok, ég fíla ömurlegar eigties gamanmyndir jafn mikið og næsti maður. Ferris Bueller´s day off og Fast times at Ridgemont High eru sígildar myndir. Campus man er ekki sígild á nokkurn hátt. Hún er hinsvegar
sæmilega þolanlegur saurklumpur sem inniheldur nægilegt magn ömurleika til að skemmta manni í c.a. 90 mínútur. Það er ekki endilega að myndin sé slík sé svona illa gerð, heldur er það meira að allur 9. áratugurinn er óumdeilanlega ömurlegt tímabil og allt sem keyrir út á hann verður því i framhaldi af því smitað af þeim ömurleika.
Allt í Campus Man er gegnumsýrt af þessu harmatímabili nútímasögunnar. Allt frá fáránlegum hárgreiðslum til karlmanna í allt of litríkum/þröngum/stuttum fötum...And not in a man-loving good way..
Það er reyndar ótrúlega mikið af hómóerótískum undirtónum í þessari mynd. Maður sér ófáa nakta karlmannslíkamana í eggjandi stellingum út ín gegn, oftar en ekki að sturta sig eða olíubornir í eggjandi stellingum. Ég veit það ekki, kannski eldist þessi mynd vel í því samhengi þar sem hómóerótík virðist almennt ennþá vera föst á 9. áratugnum....
Allavegana..
Hvað er annars málið með trommurnar í eighties myndum? Kom alltaf inn geðveikt massívar eigties trommur í byrjuninni á hverri einustu kvikmynd frá þessu tímabili. Ég veit ekki hvort þið náið hvað ég eigi við en ég held að þessar trommur séu ennþá til staðar í byrjuninni á Bold and the Beautiful theminu.
Allavegana. Þetta er einhvernvegin alltaf eins notað í byrjuninni á öllum vondum eigties gamanmyndum og er Campus Man engin undantekning. Þetta virðist þjóna þeim tilgangi að sýna hversu frábært er að vera uppi á þessum áratugi.
*Dúm*Dúm*Dúm*
Kvenmansrass í þveng
*Dúm*Dúm*Dúm*
Stelpa með ljót sólgerlaugu að bera sólkrem á sig
*Dúm*Dúm*Dúm*
Gaurar í þröngum gallabuxum og hvítum jakkapeysum að high fiva hvorn annan
*Dúm*Dúm*Dúm*
Fólk a hjólaskautum
*Dúm*Dúm*Dúm*
Einhver önnur kynferðislega niðurlægjandi mynd af kvenmönnum.
Reyndar var hálf nöktu kvenmönnunum skipt út fyrir hálfnakta karlmenn í flestum tilfellum en það er besides the point.
Punkturinn er að þetta var ömurlegur áratugur hvernig sem á það er litið!
Allavegana þá er Todd Barrett ótrúlega fráhrindandi og ömurleg persóna sem maður hefur enga samúð með og í raun vonaði ég að Cactuz Jack mundi misþyrma honum alvarlega á einhverjum tímapunkti í myndinni en alas, it was not to be.
Talandi um Cactuz Jack, eina eiginlega vonda kall sögunnar þá var hann álíka ógnvekjandi og Calvin Cline nærfatamódel sem hann hefur vafalítið verið áður en að þessu kvikmynd gerði hann atvinnulausan..
Hann var samt harður..eða eins og hann sagði sjálfur ¨When the tough come togeather they call me boss.¨
Allavegana þá er manni skítsama um allar mismunandi ráðagerðir Todds (sem flestar enda í að rústa eigin lífi og allra í kring um hann), en hann virðist samt fá vonda hugmynd á 5 mínútna freksti og er smekkleg montage sena fyrir hvert og eitt einasta.
Ef þið vitið ekki hvað montage sena er þá skal ég leifa Matt Stone og Tray Parker að útskýra það fyrir ykkur í þessum lagatexta úr Team America:
The hour's approaching to give it your best / You've got to reach your prime / That's when you need to put yourself to the test / And show us the passage of time / We're gonna need a montage / Ooh, it takes a montage / Show a lot of things happening at once / Remind everyone of what's gone on / In every shot, show a little improvement / To show it all would take too long / That's called a montage / Ooh, we want a montage / In anything, if you want to go / From just a beginner to a pro / You need a montage / Even Rocky had a montage
Það er s.s. ein ömurleg montage sena í hverri einustu vondu eighties gamanmynd sem gerð hefur verið en Campus Man sættir sig ekki við það, nei, hún þarf að hafa minnst 10 slíkar senur til að sjá allar þessar frábæru ráðagerðir Todds í framkvæmd.
Jæja, það er fátt meira hægt að segja um þessa ömurlegu mynd. Hún er ekki nógu ömurleg til að geta skemmt manni allan tíman en 9. áratugurinn ætti samt að koma manni langt, og ef að maður fær leið á því má vel skemmta sér við að finna þýðingavillur í textanum og á hulstrinu, af nógu af taka þar.
7 saurklumpar af 10. Lækkar örlítið fyrir skort á kvenmansnekt sem heldur öðrum ömurlegum eighties myndum uppi..
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim