Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

fimmtudagur, júlí 14, 2005

Jæja þar sem ég er í 2 vikna letifríi er það óhjákvæmilegt að svefnklukkan hjá me´r fari til fjandans.. og það er einmitt það sem er að gerast núna. Fyrsta skiptið í alveg hálft ár eða svo. Og þar sem tölvan mín er biluð get ég ekki hangið bara í henni þangað til ég sofna á lyklaborðinu.. Þið kunnið þá að spyrja "en Egill, afhverju hangiru bara ekki í tölvunni sem þú ert í núna?". Svarið við því er einfalt. Þar sem þetta er tölva móður minnar er voða fátt sem hægt er að finna sér til dundurs (dundurs.. haha). Þá kunnið þið að segja "en Egill, afhverju vafraru bara ekki um á veraldarvefnum og skoðar áhugaverðar heimasíður" en þá kynni ég að segja "afhverju eruð þið að nota orð eins og "vafra" og "veraldarvefnum"?. Það eru asnaleg orð sem gamalt fólk og Mörður Árnason nota." en til að svara fyrri spurningunni þá myndi ég líklega svara "því mér finnst voða fáar síður áhugaverðar, enda er ég kröfuharður maður sem veit hvað hann vill".
Núna kynnuð þið, lesendur góðir þá að spyrja "en Egill, afhverju ertu að teygja lopann svona rosalega og gera þessa færslu jafnömurlega leiðinlega og hún er orðinn? Heldur þú að hinn almenni blogglesandi hafi áhuga á að lesa þig rífast við sjálfan þig?" og þá myndi ég svara "jah mér er nú bara alveg sama þar sem sá hópur sem les bloggið mitt er 90% vinir mínir og afgangurinn einhverjir bretar/kanar/ítalir/ástralir/babar sem skilja hvort sem er ekki íslensku. Og vinir mínir hafa ekkert betra með tímann sinn að gera enda má margt læra af því að lesa einhvern rífast við sjálfan sig." þá kynnuð þið að spyrja "en Egill, afhverju ertu með svona stórt nef?" sem myndi´þó særa mig mikið en ég myndi svara "því unglingsárin fóru illa með mig og breyttu mér í það sálarlausa og ljóta skrímsli sem ég er í dag." og þá mynduð þið líklega spyrja "en Egill, afhverju ertu með svona stóran munn?" og ég myndi þá svara "hey ég er allavegana ekki með jafnstóran munn og Steve Tyler" og þá mynduð þið svara "ok".

Þeir sem nenntu að lesa þetta allt fá medalíu og heiðursplagg frá mér.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim