Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

föstudagur, júlí 15, 2005

Þegar ég var 16 ára pjakkur vann ég sem uppvaskari á Café Óperu. Það var voðalegt púl en samt ágætisdjobb og ágætlega borgað því það eru voða fáir sem nenna e-ð að vaska upp. Ég bjóst líka við því að verða hækkaður í tign eftir að hafa sannað mig, eins og Jói Palli vinur minn hafði gert, og farið að vinna við að gera eftirrétti eða e-ð. Einn daginn bað einn þjónninn, sem hét Jói og var mjög vinalegur, mig að sækja rjómasprautu fyrir sig og koma með fram í sal. Ég sagðist myndu gera það. En vandamálið var að þar sem ég var uppvaskari þá hugsaði ég líka sem slíkur, og vissi bara hvar tómar rjómasprautur væri að finna. Þannig að ég fór og sótti eina þannig og skrúfaði líka hausinn af til að auðvelda fyrir honum, því ég hélt af einhverjum bjánalegum ástæðum að hann ætlaði að setja rjóma í sprautuna frekar en að sprauta rjóma í e-ð. Ég fór fram með sprautuna og lét hann hafa hana, en þegar hann svo ætlaði að sprauta rjóma í kaffið sem hann var með (sem auðvitað var tilgangurinn), datt spraututappinn ofaní kaffið, og hver einasti kaffidropi skvettist yfir fína þjónaoutfittið hans. Það síðasta sem ég man er svo einn kokkurinn að ýta mér inn í eldhús til að koma í veg fyrir að þessi vinalegi þjónn myrti mig.
Ég útilokaði allan frama í matsölustaðabransanum eftir þetta.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim