Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Gítarinn kostar 200.000 dollara. Þið eruð öll ömurleg í að tjá ykkur nema þessi þrjú sem giskuðu.

en já.. minn ágæti vinur Hjörleifur Skorri Þormóðsson hefur hafið bloggun á ný eftir langt hlé.. það er gott, þar sem hann er einn af fáum langfærslubloggurum sem skrifar langar færslur sem ég nenni að lesa. Þarna færir hann áhugaverð rök fyrir því að englar séu í raun hræætur sem búi í hreiðrum á Hrísey. Gæði.

Annars er ég búinn að vera í mikilli krísu í dag.. þannig er mál með vexti að ég fór í bakaríið og keypti bakkelsi + 2 litlar fernur af léttmjólk. Þegar ég var búinn uppgötvaði ég að ég hafði bara klárað eina fernuna og hafði því ekkert með hina að gera. Ég gekk því að ruslatunnunni og ætlaði að fleygja henni, en ákvað svo að það væri eitthvað mjög rangt við að henda fullkomlega góðri mjólkurfernu. Þegar ég kom svo heim fannst mér svo frekar asnalegt að setja hana inn í ísskápinn hjá öllum stóru mjólkurfernunum og ályktaði sem svo að fólk myndi álíta mig geðveikann.
Ég ákvað því að fleygja henni bara á gólfið einhversstaðar í húsinu og hlaupa í burtu.
Það fór ekki betur en svo að Auður systir mín kom inn til mín um kvöldið með mjólkurfernuna og neyddi mig til að horfast í augu við vandann. Ég streittist á móti í fyrstu og reyndi bara að horfa fram hjá honum, en Auður leyfði mér ekki að komast upp með það. Eftir miklar rökræður þá ákváðum við að við skyldum geyma hana inni á baði þar til hún væri orðin útrunnin, og fleygja henni svo þegar hún væri komin fram yfir síðasta söludag.
Ég er feginn að ég á svona góð skyldmenni til að halda mér á réttri braut þegar ég er við það að gera einhverja vitleysu. Maður á ekki að hlaupa frá vandamálum sínum.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim