Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

fimmtudagur, október 19, 2006

Jæja ég er hættur í football manager. Mér tókst að breyta Hull City úr liði í fallbaráttu í næstefstu deild í þrefalda englandsmeistara, þrefalda evrópumeistara og þrefalda bikarmeistara. Svo sagði ég af mér, og þar með er þessum kafla í lífi mínu lokið. Þetta fer án efa á ferilskrána í framtíðinni.
Annars er airwaves komið á fullt og það er mikil gleði. Næstu þrír dagar fara því í almennt sukk og tónleikastúss
Konami eru samt fífl að vera ekki búnir að gefa út pro evo 6, þar sem spilun á þeim leik áður en haldið er í bæinn er mikilvægur hluti af airwaves upplifuninni. Asnar.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim