jæja.. leiðindamál
Húgó, hundurinn hans Jóa Palla dó í morgun úr annaðhvort flogi eða hjartagalla. Hann var ekki nema 10 mánaða gamall (er reyndar ekki nema nokkurra vikna á þessari mynd) en var orðinn mjög efnilegur hundur og upprennandi ofur-veiðihundur. Eins og með flesta hluti gaf Jói sig allan í að ala hann upp, var löngu búinn að lesa allt sem hann fann um hundauppeldi áður en hann fékk hann, eyddi miklum tíma á hverjum degi í þjálfun, göngutúra o.s.frv., og hann var því orðinn stór hluti af lífi hans og mikill félagi. Þessvegna held ég að þetta sé alveg þeim mun sárari missir fyrir hann.
En stundum gerast svona hlutir og lítið við því að gera, annað en að kýla í hluti og fara á fyllerí. Ég votta Jóa samúð mína, þetta er alveg ömurlegt og ég held að enginn eigi minna skilið að lenda í svona en hann. :(
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim