Jæja ég er kominn heim. Ánægjulegt ættarmót og enn ánægjulegri sveitalubbismi að baki... á ættarmótinu hitti ég mikið af áhugaverðu fólki drakk, át mat og svaf. Töff. Svo var ættarmótsboðflennan skilgreind af mér og Auði og er það vel.
Annars vil ég lýsa yfir ánægju minni með það að Krummi hafi lifað það af að verða fyrir strætó (sem var á 90 km. hraða) á fimmtudaginn í síðustu viku. Og það án þess að brotna einusinni. Hann er einn af hornsteinum míns annars fátæklega félagslífs og einn af þeim sem ég má alls ekki við að missa. Héðan í frá mun hann bera nafnið Óbrjótanlegi-Krummi.
ps. ég held að svona 85% af færslunum mínum byrji á orðunum "jæja" eða "já".
Annars vil ég lýsa yfir ánægju minni með það að Krummi hafi lifað það af að verða fyrir strætó (sem var á 90 km. hraða) á fimmtudaginn í síðustu viku. Og það án þess að brotna einusinni. Hann er einn af hornsteinum míns annars fátæklega félagslífs og einn af þeim sem ég má alls ekki við að missa. Héðan í frá mun hann bera nafnið Óbrjótanlegi-Krummi.
ps. ég held að svona 85% af færslunum mínum byrji á orðunum "jæja" eða "já".
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim